Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 06:49 Dómsmálaráðherra segir umboðsmann á mörkunum. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. „Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira