Veðrið veldur því að fleiri fá straum en áður Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2023 23:37 Sólin skín allan daginn þessa dagana en færir okkur litla hlýju. Vísir/Vilhelm Þurrt og kalt veður veldur því að fólk fær í miklu mæli straum þegar það snertir málma eða raftæki þessa dagana. Rakastiginu fer hækkandi um helgina að sögn veðurfræðings. Margir hafa tekið eftir aukningu í því að fá straum síðustu daga, til dæmis þegar gripið er í hurðarhún bílhurðar eða þegar verið er að opna fartölvuna. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu, að rakastigið hafi verið ansi lágt síðustu daga. Til að mynda hafi það farið í undir þrjátíu prósent í dag en eðlilegt rakastig er á milli fimmtíu til sjötíu prósent. „Þetta kemur oftar þegar það er svona þurrt eins og búið er að vera undanfarið. Það er eiginlega það algengasta. Það fer líka eftir í hvaða klæðnaði maður er í, ef fólk er meira í gerviefnum, situr eða dregur á sér fæturna þegar það gengur. Þá er eins og þú sért að hlaða á þér skrokkinn og svo þegar þú tekur í handfangið á bílnum þá færðu stuð,“ segir Óli. Einnig er það algengara í svo þurru veðri að fá varaþurrk. Þó ætti rakastiginu að fara hækkandi næstu daga. „Þegar fer að líða á daginn fer að þykkna upp smám saman og þá verður ekki jafn þurrt. Laugardagurinn verður líka með mun hærra rakastig, þá verður það í kringum fimmtíu til sjötíu prósent. Það er eðlilegra. Svo þegar það kemur úrkoma yfir verður loftið mettað og þá nær það upp undir hundrað prósent,“ segir Óli. Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Margir hafa tekið eftir aukningu í því að fá straum síðustu daga, til dæmis þegar gripið er í hurðarhún bílhurðar eða þegar verið er að opna fartölvuna. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu, að rakastigið hafi verið ansi lágt síðustu daga. Til að mynda hafi það farið í undir þrjátíu prósent í dag en eðlilegt rakastig er á milli fimmtíu til sjötíu prósent. „Þetta kemur oftar þegar það er svona þurrt eins og búið er að vera undanfarið. Það er eiginlega það algengasta. Það fer líka eftir í hvaða klæðnaði maður er í, ef fólk er meira í gerviefnum, situr eða dregur á sér fæturna þegar það gengur. Þá er eins og þú sért að hlaða á þér skrokkinn og svo þegar þú tekur í handfangið á bílnum þá færðu stuð,“ segir Óli. Einnig er það algengara í svo þurru veðri að fá varaþurrk. Þó ætti rakastiginu að fara hækkandi næstu daga. „Þegar fer að líða á daginn fer að þykkna upp smám saman og þá verður ekki jafn þurrt. Laugardagurinn verður líka með mun hærra rakastig, þá verður það í kringum fimmtíu til sjötíu prósent. Það er eðlilegra. Svo þegar það kemur úrkoma yfir verður loftið mettað og þá nær það upp undir hundrað prósent,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira