Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2023 14:00 Ölstofa Kormáks og Skjaldar er meðal veitingastaða sem geta ekki boðið upp á Guinness í dag vegna skorts á landinu. Vísir/Samsett Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld. Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði. Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira