Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 18:25 Katrín Jakobsdóttir mátti þola framíköll á meðan hún flutti opnunarræðu landsfundar Vinstri grænna. Stöð 2/Arnar Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum. Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hófs síðdegis í dag og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flutti opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. Ræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan: Fundurinn er haldinn í skugga ólgu innan flokksins. Í dag og í gærkvöldi hafa um þrjátíu flokksfélagar sagt sig úr flokknum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt.. Þeirra á meðal eru varaþingmaður flokksins og sonur fyrrverandi formanns hans. Einn þeirra sem viðstaddur var fundinn tók til máls á meðan Katrín flutti opnunarræðu fundarins. Sá greip fram í og sagðist ekki geta staðið lengur í salnum undir „lygum“ Katrínar. „Þetta er lygi. Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ kallaði maðurinn. Katrín benti manninum þá vinalega á það hún væri ekki búin að tala. „Ég nenni ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér,“ svaraði maðurinn. Þá benti Katrín honum á að honum væri frjálst að yfirgefa salinn. „Ég mun gera það og ég vona að þú standir með þjóðinni, en sért ekki í stríði við hana. Að fara til Úkraínu og þykjast vera eitthvað og sért svo í stríði við þjóðina, skammastu þín,“ sagði maðurinn að lokum.
Vinstri græn Akureyri Tengdar fréttir Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30. 17. mars 2023 16:46