Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. mars 2023 10:26 Rúmlega 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust. Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Greint var frá því á vef Vatnajökulsþjóðgarðs fyrr í mánuðinum að hefja eigi gjaldtöku við Jökulsárlón þann fyrsta júní næstkomandi. Rukkað hefur verið inn á þjónustusvæðið við Skaftafell síðan árið 2017 og töldu þjóðgarðsverðir að nú væri rétti tímapunkturinn til að hefja gjaldtöku við lónið. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, segir gjaldtökuna í raun vera löngu tímabæra. „Þetta svæði er gríðarlega umfangsmikið. Stórt svæði og með því að hefja þessa gjaldtöku getum við aukið viðveru landvarða á svæðinu og aukið landvörslu á svæðinu öllu. Ég myndi segja að þetta væri tímabært,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Þessir selir munu ekki þurfa að greiða fyrir heimsóknir sínar frekar en áður þar sem rukkað verður fyrir að leggja í bílastæði, ekki fyrir að leggja sig á ísbreiðu.Vísir/Vilhelm Upphæðin sem þarf að greiða fer eftir stærð ökutækja en venjulegur fólksbíll mun þurfa að greiða þúsund krónur fyrir aðgang. Notast verður við myndavélar við innkeyrsluna á svæðið sem les bílnúmer ökutækja. þeir sem heimsækja bæði Jökulsárlón og Skaftafell sama sólarhringinn fá fimmtíu prósenta afslátt á seinni staðnum. Steinunn óttast ekki að fólk verði óánægt með gjaldtökuna og þykir henni að almenn sátt ríki í þjóðfélaginu um að fólk þurfi að greiða fyrir þá þjónustu sem það fær. „Það ríkir sátt um þetta í Skaftafelli og þegar fólk leggur til dæmis í miðbæ Reykjavíkur þá borgar það með glöðu geði fyrir bílastæði. Þannig það ætti ekki að vera neitt öðruvísi á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum að greiða fyrir þá þjónustu sem er í boði. Sem eru bílastæðin, salerni, landvarsla, fræðsla og fleira,“ segir Steinunn. Jökulsárlón er fjölfarnasti áfangastaður ferðamanna innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Í fyrra komu um 840 þúsund gestir að Jökulsárlóni og nálgast gestafjöldinn þær tölur sem við sáum fyrir faraldur kórónuveirunnar. Árið 2018 heimsótti 960 þúsund gestir lónið sem er það mesta síðan mælingar hófust.
Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira