Dagurinn hefur nóttina undir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 12:30 Lofthjúpur jarðar virkar eins og linsa sem lyftir sólinni upp um eitt sólarþvermál. Því sést sólin á himni áður en hún er raunverulega komin yfir sjóndeildarhringinn. Dagurinn er því örlítið lengri en nóttin, jafnvel á vorjafndægrum. Vísir/Vilhelm Vorjafndægur verða á norðurhveli jarðar klukkan 21:24 í kvöld, 20. mars 2023. Dagur og nótt eru nú um það bil jafnlöng en næsta hálfa árið hefur ljósið vinninginn yfir myrkrið. Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira