Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 18:23 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“ Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“
Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira