Hundurinn Seifur lætur vita ef eigandi hans er að fá flogakast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2023 20:05 Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er með ólíkindum hvað hægt er að kenna hjálparhundum að gera fyrir eigendur sína, en þeir sækja meðal annars hluti, sem detta á gólfið, opna hurðir og geta ýtt á neyðarhnapp, auk þess að geta klætt eigendur sína úr sokkunum og úlpunni. Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Hundar eru mögnuð dýr því þeir eru svo næmir og skynja ótrúlegustu hluti. Hjálparhundar Íslands er félagsskapur, sem hefur m.a. það hlutverk að bæta umhverfi hjálparhunda svo þeir geti sinnt verkefnum sínum á þann hátt að það þjóni eigendum þeirra og um leið að hugað sé að velferð þeirra. Sérstakt myndband hefur verið búið til þar sem Hjálparhundar sjást vinna fyrir eigendur sína. Auður Björnsdóttir hundaþjálfari á Ísafirði er ein af þeim, sem á heiðurinn af gerð myndbandsins en hún sér meðal annars um þjálfun hjálparhunda. „Við hjá Hjálparhundum Íslands gerðum myndband, fengum styrk til að búa til myndband til að auglýsa hvað fer fram hjá okkur og hvað þessir hundar geta gert og eins hvað fólk á að hafa í huga í umgengni við þessa hunda,“ segir Auður. Seifur er til dæmis sérþjálfaður merkjahundur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað. Og Kjói, hundurinn hennar Söru, sem er heyrnarlaus lætur hana vita af óvæntum hljóðum, til dæmis þegar einhver kemur inn til hennar svo henni bregði ekki. Hundurinn Seifur, sem lætur eiganda sinn vita áður en hann fær flogakast þannig að eigandinn geti komið sér fyrir á öruggum stað.Aðsend Auður segir mjög gefandi að kenna hjálparhundum að vinna sína vinnu. „Já, mjög, mjög gefandi og skemmtilegt. Þetta er yfirleitt mjög skemmtilegt fyrir hundana, þeir hafa gaman af þessari vinnu og gefandi fyrir eigendurna, félagsskapur og aðstoð,” segir Auður. En snýst þetta þá um að hundurinn fái einhverja umbun fyrir verk sitt? „Já, maður velur yfirleitt hund, sem hefur gaman af því að vinna og ef hann á að sækja þá er betra að hafa hund, sem hefur gaman af því að sækja, tegund sem sagt og vinnur með eðli hundsins í verkefnunum,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði. Kynningarmyndbandið frá Hjálparhundum Íslands Heimasíða Hjálparhunda Íslands
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Hundar Dýr Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent