Umdeilt uppátæki íslenskra tvíburasystra vekur heimsathygli Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 20:40 Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Samsett/TikTok Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli eftir að tvíburasysturnar Hrönn og Hrefna Ósk Jónsdætur birtu það á TikTok síðu sinni nú á dögunum. Systurnar voru staddar í Leifsstöð á leið til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þegar þær ákváðu að prófa að skiptast á vegabréfum og sjá hvort landamæraverðir myndu taka eftir muninum. Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“ Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Líkt og sjá á myndskeiðinu heppnaðist tilraunin fullkomlega; starfsmaður landamæraeftirlitsins gerði engar athugasemdir og komust systurnar því klakklaust í gegnum vegabréfsskoðunina. Myndskeiðið hefur fengið meira en 600 þúsund áhorf eftir að það var birt. Var það meðal annars til umfjöllunar á spænska fréttamiðlinum Semana nú á dögunum og sömuleiðis á fréttasíðunni Euro.Eseuro. Ekki eru þó allir sáttir við uppátæki systranna og í athugasemdum undir myndskeiðinu benda sumir á að það varði við lög að framvísa vegabréfum í eigu annarra. Aðrir gera lítið úr þeim aðfinnslum og segja uppátækið í góðu lagi þar sem systurnar hafi verið að ferðast saman. Mikið fjör að vera tvíburi „Það er gaman hvað þetta hefur vakið mikla athygli, við bjuggumst alls ekki við því. Hrönn sá einu sinni samskonar myndband á TikTok, þannig að okkur datt í hug að prófa. Við lentum líka í því einu sinni að skiptast óvart á vegabréfum á flugvellinum og komumst þannig í gegn,“ segir Hrefna í samtali við Vísi.„Ég lenti líka í því í þessari ferð að sýna óvart vitlausan flugmiða, ég var að fljúga með Play og var með gamlan Play miða í símanum sem ég sýndi óvart í stað nýja, og það var engin athugasemd gerð við hann,“ segir Hrönn. @hhtwins97 Swapping passports at the airport #twins #identical #airport #travel #fyp #foryoupage #riskybusiness #success #iceland The Business (Remix) - Paul Carlos Þær segja viðbrögðin við myndskeiðinu hafa verið mismunandi. „Mörgum finnst þetta vera stórglæpur, en aðrir segja að það sé ekkert að þessu þar sem við erum báðar á staðnum með bæði vegabréf. Ég vona allavega að við höfum ekki verið að fremja stórglæp! Það er ekki einu sinni sönnun fyrir því að við höfum skipt þeim í alvöru, við gætum verið að plata,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu hafa þær systur af og til brugðið á leik í gengum tíðina til að athuga hvort fólk þekki þær í sundur. „Við höfum gert það eitthvað, en alls ekki nógu oft! Aðallega að skipta um sæti í skóla og einu sinni hlutverkum í vinnu. Við höfum líka farið tvisvar á tvíburahátíð í Twinsburg í Bandaríkjunum þar sem mjög margir tvíburar koma saman og gera alls konar skemmtilegt. Þannig að það er mikið fjör að vera tvíburi!“
Ferðalög TikTok Vegabréf Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira