Segir þjálfara ítalska Íslendingaliðsins hafa ítrekað kallað sig skítuga hóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 10:30 Leikmenn Fiorentina liðsins brotnuðu oft niður á miðri æfingu og voru síðan grátandi inn í klefa eftir æfingar. Getty/Lisa Guglielmi/ Sænsk knattspyrnukona segir ömurlega sögu af upplifun sinni sem leikmaður ítalska félagsins Fiorentina. Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu. Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021. Ítalski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Hin 25 ára Ronja Aronsson ákvað að yfirgefa ítalska félagið eftir aðeins hálft ár og hefur nú samið við Piteå IF í Svíþjóð. Aronsson sagði frá reynslu sinni í hlaðvarpsþættinum Fotbollfridag. Aftonbladet sagði frá. „Ef þú gerðir einhver mistök þá kölluðu þeir á þig skítuga hóran þín,“ sagði Ronja Aronsson. Aftonbladet Aronsson kom til Fiorentina í janúar 2022 en hálfu ári síðar snéri hægri bakvörðurinn aftur til Svíþjóðar. „Ég ákvað það eftir aðeins tvo mánuði að ég vildi ekki vera þarna áfram,“ sagði Aronsson. Aronsson segir að þjálfaraðferðirnar hjá Fiorentina snúist aðallega um blótsyrði, refsingar og stress. „Ef þú gerir einhver mistök í að rekja boltann eða ferð út úr stöðu, þá kalla þeir á þig skítuga hóran þin. Það voru fyrstu orðin sem ég lærði í ítölsku,“ sagði Aronsson. Hún lýsir þjálfara liðsins sem mjög skapbráðum manni. Leikmenn sem kvörtuðu undan honum voru settar í bann og oft þurfti að stoppa æfingar af því að leikmenn brotnuðu niður á vellinum. „Það var svo mikið í gangi sem átti ekkert skilið við fótbolta. Það voru líka ummæli um að leikmenn væri of feitir og það væri ástæðan fyrir að liðið tapaði leikjum. Þú sást leikmenn sitja grátandi í búningsklefanum,“ sagði Aronsson. Hún segir að leikmenn hafi reynt að losna við þjálfarann en eigandinn vildi ekki heyra á það minnst. „Forsetinn sagði að þetta væri eitthvað kvennavandamál og að við réðum ekki við þetta andlega. Það gekk því ekkert að tala við hann. Hann hafði tekið ákvörðun og hún var að þetta væri okkur leikmönnunum að kenna,“ sagði Aronsson. Alexandra Jóhannsdóttir hefur leikið með Fiorentina síðan í ágúst í fyrra og kom því til félagsins eftir að Ronja Aronsson yfirgaf ítalska félagið. Fiorentina er komið með sautján nýja leikmenn síðan að Aronsson spilaði þar en þjálfarinn er þarna ennþá. Hún heitir Patrizia Panico og er ein frægasta knattspyrnukonan í sögu Ítalíu með 107 mörk í 196 landsleikjum frá 1996 til 2014. Hún tók við Fiorentina liðinu árið 2021.
Ítalski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira