Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi í sama sæti og á síðasta tímabili. Eftir tveggja ára fjarveru sneru Eyjamenn aftur í efstu deild á síðasta tímabili. Þeir fóru ekki af stað með neinum látum og unnu ekki leik fyrr en 17. júlí, í 13. umferð. Seinni hluti tímabilsins var hins vegar skrambi góður hjá ÍBV og liðið hélt sér þægilega uppi. Hermann Hreiðarsson vopnaður vígalegri hormottu.vísir/hulda margrét Eyjamenn tóku Lengjubikarinn með trompi og unnu alla fjóra leiki sína í riðli 2, og það á aðeins níu dögum. ÍBV vann meðal annars stórsigur á FH og sigraði Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginum. Í undanúrslitunum töpuðu Eyjamenn svo fyrir KA-mönnum í vítaspyrnukeppni. Það eru jákvæð teikn á lofti í Eyjum. Liðið virðist hafa gert vel á félagaskiptamarkaðnum og nýju mennirnir hafa þegar sýnt styrk sinn, þá sérstaklega markvörðurinn Guy Smit og miðjumaðurinn Filip Valencic. Andri Rúnar Bjarnason, tíu marka maður frá síðasta tímabili, skilur eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla en Eyjamenn hafa samt ekki verið í vandræðum með að skora í vetur og samtakamátturinn í sókninni hefur verið góður. Hermann Hreiðarsson er á sínu öðru tímabili með ÍBV og hans handbragð er komið á liðið. Eyjamenn eru óhemju duglegir, skipulagðir, geta bæði pressað og legið til baka og eru skeinuhættir fram á við. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (9. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Ágúst: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 9. sæti (20 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 28. ágúst 3-1 sigur á Stjörnunni út í Eyjum og Eyjaliðið var þar með búið að ná 13 stig í síðustu sjö leikjum. Versti dagur: 9. júlí 4-3 tap á móti KA eftir að hafa komist í 3-2 sem þýddi að liðið var ekki enn búið að fagna sigri eftir tólf leiki - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (32 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (50 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (5. til 16. október) Flestir tapleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Andri Rúnar Bjarnason 10 Flestar stoðsendingar: Alex Freyr Hilmarsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Andri Rúnar Bjarnason 13 Flest gul spjöld: Sigurður Arnar Magnússon 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Guy Smit (f. 1996): Hollenski markvörðurinn er að fara inn í sitt fjórða tímabil hér á landi og vill eflaust sýna hvað í sér býr eftir erfitt tímabil með Val í fyrra. Er talinn með betri markvörðum landsins er kemur að knatttækni en mun einnig þurfa sýna sínar bestu hliðar milli stanganna ef Eyjamenn ætlar að ögra liðunum sem enduðu fyrir ofan ÍBV á síðustu leiktíð. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f. 1990): Þá sjaldan sem orð eru óþörf en þau eru það hér. Án alls efa einn albesti varnarmaður deildarinnar. Uppalinn í Eyjum og er það eina ástæðan fyrir að hann er ekki í liði sem er að berjast um titilinn. Alex Freyr Hilmarsson (f. 1993): Maðurinn sem allt fer í gegnum. Hornfirðingurinn kom til ÍBV eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá KR. Átti gott tímabil í fyrra og reikna má með honum enn betri í ár. Segja má að nær allar sóknir liðsins fari í gegnum Alex Frey og ef hann á góðan leik þá á ÍBV góðan leik. Mikið mæðir á Guy Smit, Eiði Aroni Sigurbjörnssyni og Alex Frey Hilmarssyni hjá ÍBV.vísir/hulda margrét/diego Markaðurinn grafík/hjalti Eyjamenn virðast eins og fyrr segir hafa sótt sér góðan liðsstyrk í vetur – sérstaklega með komu miðju- og sóknarmannsins Filip Valencic og markvarðarins Guy Smit. Valencic er 31 árs Slóveni sem hefur til að mynda tvívegis verið valinn leikmaður ársins í efstu deild Finnlands, og Smit kann vel á Bestu deildina eftir að hafa spilað þar með Leikni og Val. ÍBV missti tvo miðjumenn í Telmo Castanheira og Atla Hrafni Andrasyni, en mestu munar um fyrir félagið að hafa misst Andra Rúnar Bjarnason sem ákvað að láta gott heita í Eyjum og fékk samningi sínum við félagið rift. Von er á mörkum frá Valencic í staðinn en ÍBV hefur einnig fengið sóknarmann í Sverri Páli Hjaltested, sem lék í efstu deild með Val 2021 en var að láni hjá Kórdrengjum í fyrra og skoraði sex mörk í Lengjudeildinni. Þá gæti hinn nítján ára Hermann Þór Ragnarsson fengið tækifæri en hann skoraði grimmt fyrir Sindra í 3. deildinni í fyrra. Bjarki Björn Gunnarsson lék líkt og Sverrir Páll með Kórdrengjum í fyrra en þessi 22 ára miðjumaður þekkir Hermann þjálfara frá því að hann var lánsmaður hjá Þrótti Vogum. Bjarki hefur alltaf verið leikmaður Víkings og skrifaði í vetur undir nýjan samning við félagið. Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 11 ár (2012) ... féll úr deildinni: 4 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 23 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 12 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011) Eyjamenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr A-deildinni eftir kærumál Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og björguðu sér í síðasta leik. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni Að lokum ... Filip Valencic virðast vera hvalreki fyrir ÍBV.vísir/hulda margrét Eyjamenn mæta óvenju tilbúnir til leiks að þessu sinni og það er ólíklegt að þeir þurfi að bíða fram í 13. umferð eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Hermann er búinn að sjóða saman harðgert lið sem býr yfir meiri hæfileikum en á síðasta tímabili. Markvarðastaðan var ekki sterk á síðasta tímabili en það breytist með komu Smit sem hefur sannað sig sem topp markvörður í efstu deild. Og Valencic virðist þvílíkur liðsstyrkur fyrir ÍBV. Teiknin eru allavega jákvæð í Eyjum og forsendurnar til að gera vel og atlögu að því að vera í efri hlutanum eru til staðar. Stærsta spurningarmerkið er breiddin því hópur ÍBV er næfurþunnur og Eyjamenn mega ekki við neinum skakkaföllum. En ef lykilmenn haldast nokkuð heilir gæti sumarið í Eyjum orðið gott og það besta síðan þeir urðu bikarmeistarar 2017. Besta deild karla ÍBV Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið endi í sama sæti og á síðasta tímabili. Eftir tveggja ára fjarveru sneru Eyjamenn aftur í efstu deild á síðasta tímabili. Þeir fóru ekki af stað með neinum látum og unnu ekki leik fyrr en 17. júlí, í 13. umferð. Seinni hluti tímabilsins var hins vegar skrambi góður hjá ÍBV og liðið hélt sér þægilega uppi. Hermann Hreiðarsson vopnaður vígalegri hormottu.vísir/hulda margrét Eyjamenn tóku Lengjubikarinn með trompi og unnu alla fjóra leiki sína í riðli 2, og það á aðeins níu dögum. ÍBV vann meðal annars stórsigur á FH og sigraði Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginum. Í undanúrslitunum töpuðu Eyjamenn svo fyrir KA-mönnum í vítaspyrnukeppni. Það eru jákvæð teikn á lofti í Eyjum. Liðið virðist hafa gert vel á félagaskiptamarkaðnum og nýju mennirnir hafa þegar sýnt styrk sinn, þá sérstaklega markvörðurinn Guy Smit og miðjumaðurinn Filip Valencic. Andri Rúnar Bjarnason, tíu marka maður frá síðasta tímabili, skilur eftir sig skarð sem erfitt verður að fylla en Eyjamenn hafa samt ekki verið í vandræðum með að skora í vetur og samtakamátturinn í sókninni hefur verið góður. Hermann Hreiðarsson er á sínu öðru tímabili með ÍBV og hans handbragð er komið á liðið. Eyjamenn eru óhemju duglegir, skipulagðir, geta bæði pressað og legið til baka og eru skeinuhættir fram á við. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (9. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Ágúst: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 9. sæti (20 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 28. ágúst 3-1 sigur á Stjörnunni út í Eyjum og Eyjaliðið var þar með búið að ná 13 stig í síðustu sjö leikjum. Versti dagur: 9. júlí 4-3 tap á móti KA eftir að hafa komist í 3-2 sem þýddi að liðið var ekki enn búið að fagna sigri eftir tólf leiki - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (32 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (50 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (5. til 16. október) Flestir tapleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Andri Rúnar Bjarnason 10 Flestar stoðsendingar: Alex Freyr Hilmarsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Andri Rúnar Bjarnason 13 Flest gul spjöld: Sigurður Arnar Magnússon 7 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Guy Smit (f. 1996): Hollenski markvörðurinn er að fara inn í sitt fjórða tímabil hér á landi og vill eflaust sýna hvað í sér býr eftir erfitt tímabil með Val í fyrra. Er talinn með betri markvörðum landsins er kemur að knatttækni en mun einnig þurfa sýna sínar bestu hliðar milli stanganna ef Eyjamenn ætlar að ögra liðunum sem enduðu fyrir ofan ÍBV á síðustu leiktíð. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f. 1990): Þá sjaldan sem orð eru óþörf en þau eru það hér. Án alls efa einn albesti varnarmaður deildarinnar. Uppalinn í Eyjum og er það eina ástæðan fyrir að hann er ekki í liði sem er að berjast um titilinn. Alex Freyr Hilmarsson (f. 1993): Maðurinn sem allt fer í gegnum. Hornfirðingurinn kom til ÍBV eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá KR. Átti gott tímabil í fyrra og reikna má með honum enn betri í ár. Segja má að nær allar sóknir liðsins fari í gegnum Alex Frey og ef hann á góðan leik þá á ÍBV góðan leik. Mikið mæðir á Guy Smit, Eiði Aroni Sigurbjörnssyni og Alex Frey Hilmarssyni hjá ÍBV.vísir/hulda margrét/diego Markaðurinn grafík/hjalti Eyjamenn virðast eins og fyrr segir hafa sótt sér góðan liðsstyrk í vetur – sérstaklega með komu miðju- og sóknarmannsins Filip Valencic og markvarðarins Guy Smit. Valencic er 31 árs Slóveni sem hefur til að mynda tvívegis verið valinn leikmaður ársins í efstu deild Finnlands, og Smit kann vel á Bestu deildina eftir að hafa spilað þar með Leikni og Val. ÍBV missti tvo miðjumenn í Telmo Castanheira og Atla Hrafni Andrasyni, en mestu munar um fyrir félagið að hafa misst Andra Rúnar Bjarnason sem ákvað að láta gott heita í Eyjum og fékk samningi sínum við félagið rift. Von er á mörkum frá Valencic í staðinn en ÍBV hefur einnig fengið sóknarmann í Sverri Páli Hjaltested, sem lék í efstu deild með Val 2021 en var að láni hjá Kórdrengjum í fyrra og skoraði sex mörk í Lengjudeildinni. Þá gæti hinn nítján ára Hermann Þór Ragnarsson fengið tækifæri en hann skoraði grimmt fyrir Sindra í 3. deildinni í fyrra. Bjarki Björn Gunnarsson lék líkt og Sverrir Páll með Kórdrengjum í fyrra en þessi 22 ára miðjumaður þekkir Hermann þjálfara frá því að hann var lánsmaður hjá Þrótti Vogum. Bjarki hefur alltaf verið leikmaður Víkings og skrifaði í vetur undir nýjan samning við félagið. Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 11 ár (2012) ... féll úr deildinni: 4 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 23 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 12 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011) Eyjamenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr A-deildinni eftir kærumál Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og björguðu sér í síðasta leik. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni Að lokum ... Filip Valencic virðast vera hvalreki fyrir ÍBV.vísir/hulda margrét Eyjamenn mæta óvenju tilbúnir til leiks að þessu sinni og það er ólíklegt að þeir þurfi að bíða fram í 13. umferð eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deildinni í sumar. Hermann er búinn að sjóða saman harðgert lið sem býr yfir meiri hæfileikum en á síðasta tímabili. Markvarðastaðan var ekki sterk á síðasta tímabili en það breytist með komu Smit sem hefur sannað sig sem topp markvörður í efstu deild. Og Valencic virðist þvílíkur liðsstyrkur fyrir ÍBV. Teiknin eru allavega jákvæð í Eyjum og forsendurnar til að gera vel og atlögu að því að vera í efri hlutanum eru til staðar. Stærsta spurningarmerkið er breiddin því hópur ÍBV er næfurþunnur og Eyjamenn mega ekki við neinum skakkaföllum. En ef lykilmenn haldast nokkuð heilir gæti sumarið í Eyjum orðið gott og það besta síðan þeir urðu bikarmeistarar 2017.
Væntingarstuðullinn: Enduðu einu sæti ofar en þeim var spáð (9. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 0 prósent stiga í húsi (0 af 6) Maí: 17 prósent stiga í húsi (3 af 18) Júní: 17 prósent stiga í húsi (1 af 6) Júlí: 53 prósent stiga í húsi (8 af 15) Ágúst: 50 prósent stiga í húsi (6 af 12) September: 22 prósent stiga í húsi (2 af 9) Október: 80 prósent stiga í húsi (12 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 9. sæti (20 stig) Úrslitakeppni: 2. sæti í neðri deild (12 stig) - Besti dagur: 28. ágúst 3-1 sigur á Stjörnunni út í Eyjum og Eyjaliðið var þar með búið að ná 13 stig í síðustu sjö leikjum. Versti dagur: 9. júlí 4-3 tap á móti KA eftir að hafa komist í 3-2 sem þýddi að liðið var ekki enn búið að fagna sigri eftir tólf leiki - Tölfræðin Árangur: 8. sæti (32 stig) Sóknarleikur: 7. sæti (43 mörk skoruð) Varnarleikur: 8. sæti (50 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 5. sæti (23 stig) Árangur á útivelli: 10. sæti (9 stig) Flestir sigurleikir í röð: 3 (5. til 16. október) Flestir tapleikir í röð: 2 (Þrisvar sinnum) Markahæsti leikmaður: Andri Rúnar Bjarnason 10 Flestar stoðsendingar: Alex Freyr Hilmarsson 7 Þáttur í flestum mörkum: Andri Rúnar Bjarnason 13 Flest gul spjöld: Sigurður Arnar Magnússon 7
Hversu langt er síðan að ÍBV .... ... varð Íslandsmeistari: 25 ár (1998) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2017) ... endaði á topp þrjú: 11 ár (2012) ... féll úr deildinni: 4 ár (2019) ... átti markakóng deildarinnar: 4 ár (Gary Martin 2019) ... átti besta leikmann deildarinnar: 23 ár (Hlynur Stefánsson 2000) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 12 ár (Þórarinn Ingi Valdimarsson 2011)
Eyjamenn á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í A-deildinni Fyrir fjörutíu árum (1983): Féllu úr A-deildinni eftir kærumál Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í áttunda sæti í A-deildinni og björguðu sér í síðasta leik. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í fimmta sæti í A-deildinni Fyrir tíu árum (2013): Urðu í sjötta sæti í A-deildinni
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti