Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2023 19:40 Ásgeir Jónsson segir Seðlabankann hiklaust hækka vexti enn frekar ef á þurfi að halda. Best væri ef áhrifaaðilar kæmu sér saman um aðgerðir til að ná verðbólgunni niður. Stöð 2/Arnar Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson. Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína í tólfta sinn í röð í dag og það um heilt prósentustig. Vaxtahækkun eru eins og geislameðferð við krabbameini og hefur áhrif á allt samfélagið og þar með heimilin í landinu, þótt æxlið sjálft sé kannski gífurleg neysla á aðra milljón ferðamanna og gríðarlegar fjárfestingar og framkvæmdir fyrirtækja og hins opinbera. Meginvextirnir eru nú komnir í 7,5 prósent sem þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum meðbreytilegum vöxtum gætu farið í tæp tíu prósent á næstu vikum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vaxtahækkanir hafa kælt húsnæðismarkaðinn en útlán til fyrirtækja hafi hins vegar aukist mikið að undanförnu. Því þyrfti enn að hækka vextina til auka fjármagnskostnað. Seðlabankastjóri stöðu efnahagsmála almennt góða. Atvinnuleysi væri lítið og gott verð fyrir útflutningsafurðir. Hitinn í hagkerfinu sé hins vegar allt of mikill.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að bregðast við. Getum ekki beðið eftir neinum öðrum til að koma inn. Við verðum bara að taka á þessu verkefni sem okkur er falið samkvæmt lögum,“ segir Ásgeir. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins og hið opinbera gætu ásamt Seðlabankanum myndað þjóðarsátt um að ná verðlagi niður. Von er á fjármálaáætlun frá stjórnvöldum á allra næstu dögum Þar er meðal annars þrýst á að lagður verði áhvalrekaskattur á fyrirtæki sem skilað hafa miklum hagnaði undanfarin misseri og í raun hagnast á efnahagsástandinu. „Við fögnum náttúrlega öllu aðhaldi hjá ríkissjóði. En við ætlum svo sem ekki endilega að gefa út komment um það hvernig farið er að við að ná því fram,“ segir Seðlabankastjóri. Hins vegar hefur Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra orðað þann möguleika og formaður Framsóknarflokksins sagt það koma til greina. Seðlabankastjóri segir að fyrirtæki ættu að halda að sér höndum í fjárfestingum og forgangsraða verkefnum. Fjármálastöðugleikanefnd hafi hækkað eiginfjárkröfu bankanna í síðustu viku til að hægja á útlánum til fyrirtækja og einnig skorað á bankana að sýna heimilunum sveigjanleika vegna aukinnar vaxtabyrði meðfyrirbyggjandi aðgerðum. Langvarandi ástand sem þetta gæti hins vegar leitt til samdráttar og kreppu. „Eftir því sem verðbólga er lengur viðvarandi þeim mun erfiðara er að ná henni niður. Það eykur kostnaðinn við að ná henni niður. Þess vegna höfum við líka ákveðið að stíga stór skref og leggja eiginlega í hálfgerða leiftursókn gegn verðbólgu eins og staðan er núna. Til þess að ná henni niður eins fljótt og hægt er,“ segir Ásgeir Jónsson.
Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23 Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59
Seðlabankinn slátri ávinningi kjarasamninga Formaður Starfsgreinasambandsins og forseti Alþýðusambands Íslands og eru báðir ósáttir með enn eina vaxtahækkunina sem tilkynnt var um í dag. Þeir segja báðir að afleiðingar vaxtahækkana bitni helst á því fólki sem má síst við þeim. 22. mars 2023 11:23
Seðlabankinn skorar á fyrirtæki að hægja á sér Seðlabankastjóri segir hagkerfið vera sjóðheitt og Seðlabankinn muni halda áfram að hækka vexti þar til hægir á hagkerfinu. Hann beinir því sérstaklega til fyrirtækja að hægja á fjárfestingu sinni. Meginvextir bankans voru hækkaðir um eina prósentu í morgun. 22. mars 2023 11:59