Snjóflóð féll á fjölbýlishús í Neskaupstað og verið að rýma fjölda húsa Atli Ísleifsson skrifar 27. mars 2023 08:13 Eins og sjá má er gríðarlegur snjór í Neskaupstað. Aðsend Að minnsta kosti tvö snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og vitað er að annað þeirra féll á fjölbýlishús við Starmýri í bænum. Gluggar hafa brotnað og bílar henst til. Verið er að rýma mikinn fjölda húsa í bænum vegna snjóflóðahættu og hefur neyðarstigi Almannavarna verið lýst yfir. Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta staðfestir Óliver Hilmarsson, sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni. Hann segir að verið sé að rýma hús á svæði 16 og 17 í bænum – en húsin standa við Hrafnsmýri, Gauksmýri, Valsmýri, Starmýri, Víðimýri, Nesbakka og Gilsbakka. Óliver segir að annað flóðið hafi fallið úr Nesgili og á fjölbýlishúsið við Starmýri skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Hitt hafi fallið í sjó fram um sexleytið. Annað flóðið félkk á Starmýri og hitt í sjó fram við Strandgötu.Loftmyndir Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Austfjörðum og þá er hættustig í gildi í Neskaupstað og Seyðisfirði. Á vef Fjarðabyggðar segir að unnið sé að því að meta aðstæður í bænum og víðar. Íbúar Norðfjarðar er hvattir til að halda kyrru fyrir heima, hlémegin í húsum og bíða frekari upplýsinga. Þá segir að öllu skólahaldi hafi verið aflýst í Fjarðabyggð sem og almenningssamgöngum. Enginn slasaðist alvarlega Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi slasast alvarlega í flóðunum. Vitað sé um einhver smávægileg meiðsl á einhverjum vegna glerbrota. Jón Björn segir að verið sé að rýma tugi húsa í Mýrarhverfum og að búið sé að opna fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu í Egilsbúð. Hann hvetur alla þá sem búa á rýmingarsvæðinu og sem leita annað en í Egilsbúð að hringja í síma 1717 og skrá sig. Ertu með myndir af vettvangi? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Björgunarsveitarmenn ganga nú í þau hús sem þarf að rýma. Jón Björn segir stærstan hluta Neskaupstaðar vera varinn með varnargörðum, en að atburðir morgunsins sýni svo ekki verði um villst að þurfi að klára verkið. Eins og sjá má er mikill snjór á Neskaupstað.Jóhanna Fanney Jón Björn segir að samkvæmt upplýsingum virðist sem að snjóflóðið hafi ekki tekið með sér veggi í húsinu við Starmýri. Neyðarstig vegna snjóflóða lýst yfir Ríkislögreglustjóri ákvað í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna vegna snjóflóðanna sem féllu í Neskaupsstað í morgun. „Ákveðið hefur verið að rýma önnur svæði þar sem snjóflóðahætta er talin vera, bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Fjöldahjálparstöðvar hafa verið opnaðar á báðum stöðum. Rétt eftir klukkan sex í morgun féll snjóflóð rétt utan við Neskaupsstað, og rétt um sjö féll annað flóð. Seinna flóðið féll á nokkur hús. Björgunarfólk er að störfum á staðnum. Björgunarsveitir af Austurlandi hafa verið boðaðar út, og Vegagerðin, til að ryðja leiðir fyrir björgunaraðila. Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir í Neskaupstað og það eru tilmæli til íbúa þar að halda sig heima og þeim megin í húsum sem fjær eru fjallshlíð. Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð,“ segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögregla á Austurlandi segir nú sé verið að ráðast í umfangsmiklar rýmingar á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Norðfjarðargöngum lokað Á vef Vegagerðarinnar segir að Norðfjarðargöngum hafi verið lokað vegna snjóflóðahættu að beiðni lögreglu og almannavarna. Norðfjarðargöng: Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna. Þar er mikil snjóflóðahætta og eitt flóð þegar fallið. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 27, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarðabyggð Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Sjá meira
Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið. 27. mars 2023 08:43