Tímabilið byrjar bara ágætlega Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2023 10:27 Regnbogasilungur úr Minnivallalæk Loksins eftir kaldan og langan vetur eru veiðimenn komnir á stjá en veiði hófst 1. apríl í ánum og var mjög víða ansi góð. Eitt af því sem margir töldu vera aprílgabb er frétt af regnbogasilungum sem fengust í Minnivallalæk en menn rekur ekki í minni að hafa fengið þá jafn vel haldna og þessa sem veiddust núna. Minnivallalækur gefur annars svo til eingöngu urriða og eina og eina bleikju. Það hafa komið góðar fréttir af mörgum svæðum og eitt af þeim sem virðist alltaf opna með stæl er Leirá en þar var eitthvað á þriðja tug fiska landað strax á fyrsta á degi og það sást fiskur víða. Við erum að taka saman helstu fréttir af veiðisvæðum eftir helgina og núna þegar tímabilið er loksins hafið á veiðifréttum eftir að fjölga eins og venjulega samhliða því. Ytri Rangá hefur líka gefið sinn fyrsta fisk en þar getur oft verið mjög góð veiði á sjóbirting á neðri svæðunum og síðan þegar það hlýnar aðeins fara efri svæðin að gefa líka en þar er að finna ansi væna urriða. Árni Kristinn með fyrsta sjóbirtinginn úr Ytri Rangá Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði
Eitt af því sem margir töldu vera aprílgabb er frétt af regnbogasilungum sem fengust í Minnivallalæk en menn rekur ekki í minni að hafa fengið þá jafn vel haldna og þessa sem veiddust núna. Minnivallalækur gefur annars svo til eingöngu urriða og eina og eina bleikju. Það hafa komið góðar fréttir af mörgum svæðum og eitt af þeim sem virðist alltaf opna með stæl er Leirá en þar var eitthvað á þriðja tug fiska landað strax á fyrsta á degi og það sást fiskur víða. Við erum að taka saman helstu fréttir af veiðisvæðum eftir helgina og núna þegar tímabilið er loksins hafið á veiðifréttum eftir að fjölga eins og venjulega samhliða því. Ytri Rangá hefur líka gefið sinn fyrsta fisk en þar getur oft verið mjög góð veiði á sjóbirting á neðri svæðunum og síðan þegar það hlýnar aðeins fara efri svæðin að gefa líka en þar er að finna ansi væna urriða. Árni Kristinn með fyrsta sjóbirtinginn úr Ytri Rangá
Stangveiði Mest lesið Langá á Mýrum fer yfir 1000 laxa fyrir helgi Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Opnuðu Laxá með 550 urriðum Veiði