Í auglýsingunni segir: „Fyrir þá sem vilja alvöru bíl með öllu þá eigum við einn óseldan á leiðinni til landsins. Þetta er bíll sem var upphaflega ætlaður Rússlandsmarkaði og er með öllum fáanlegum búnaði.”
Í Íslandi í dag á miðvikudag var þetta sett í samhengi við þá miklu og illviðráðanlegu verðbólgu sem riðið hefur húsum hérlendis á undanförnum misserum. Bifreiðar eru þar hvergi undanskildar.

