„Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. apríl 2023 11:31 Samkvæmisdansarinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ástrós Trausta er mikil áhugakona um tísku.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Klárlega hvað hún er sífellt breytileg og mismunandi eftir hverjum og einum. Jarðlitir eru í uppáhaldi hjá Ástrósu um þessar mundir.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á held ég alltaf bara eina hverju sinni og núna er það brúna Stand Studio kápan mín, sem var búin að vera lengi á óskalistanum. Brúna Stand Studio kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Ástrósu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er ótrúlega misjafnt eftir dögum og tímabilum. Eins og er er ég nýbökuð móðir og er enn þá að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig. Því getur það stundum tekið aðeins lengri tíma að hafa sig til, eins og fellow mömmur vita. Þegar það er eiginlega enginn tími til að spá í því er góður fashionable jogging galli möst have. Ástrós er nýbökuð móðir og var einstaklega smart klædd á meðgöngunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé núna í „my clean girl era“, eins og Tiktok myndi kalla það. Það er svolítið sama jarðtóna litapallettan á öllu sem ég klæðist, allt er frekar minimalískt og klassískt. Ástrós býr yfir afslöppuðum og töff stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Vá já, meira að segja bara frekar nýlega finnst mér ég hafa tekið mikilli breytingu á því hvernig mér finnst best að tjá mig í gegnum tísku. Ég var oft mikið í litum og allt öðruvísi sniðum og keypti mikið af fötum frá hraðtísku merkjum, án þess að fatta hvað var á bak við það. Í dag finnst mér miklu meira spennandi að kaupa mér verðmætar gæða vörur sem ég á þá lengur og er dugleg að selja eða gefa af mér flíkur líka. Ástrós sækir í minimalisma í tískunni.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Á Pinterest aðallega og í flottar tískukonur á Instagram. Ástrós fær gjarnan tísku innblástur frá samfélagsmiðlum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eins og er þá eru það skinny jeans. Ég fer ekki i skinny jeans. Ástrós klæddist þessum stórglæsilega bleika diskó samfesting í Allir geta dansað.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég er samkvæmisdansari og sumir muna kannski eftir þáttunum Allir geta dansað. Þar var ég með diskó atriði og var í bleikum samfesting sem var gjörsamlega iconic. Held að ég gleymi því seint. Veigar Páll og Ástrós voru dansfélagar í Allir geta dansað.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég myndi segja að það að eiga góðan oversized blazer geri mikið fyrir mann. Blazer jakkar eru mikilvægur hluti af fataskáp Ástrósar.Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Ástrósu á Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31 „Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“ Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. mars 2023 07:01 Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30 „Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ástrós Trausta er mikil áhugakona um tísku.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Klárlega hvað hún er sífellt breytileg og mismunandi eftir hverjum og einum. Jarðlitir eru í uppáhaldi hjá Ástrósu um þessar mundir.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á held ég alltaf bara eina hverju sinni og núna er það brúna Stand Studio kápan mín, sem var búin að vera lengi á óskalistanum. Brúna Stand Studio kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Ástrósu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er ótrúlega misjafnt eftir dögum og tímabilum. Eins og er er ég nýbökuð móðir og er enn þá að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig. Því getur það stundum tekið aðeins lengri tíma að hafa sig til, eins og fellow mömmur vita. Þegar það er eiginlega enginn tími til að spá í því er góður fashionable jogging galli möst have. Ástrós er nýbökuð móðir og var einstaklega smart klædd á meðgöngunni.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé núna í „my clean girl era“, eins og Tiktok myndi kalla það. Það er svolítið sama jarðtóna litapallettan á öllu sem ég klæðist, allt er frekar minimalískt og klassískt. Ástrós býr yfir afslöppuðum og töff stíl.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Vá já, meira að segja bara frekar nýlega finnst mér ég hafa tekið mikilli breytingu á því hvernig mér finnst best að tjá mig í gegnum tísku. Ég var oft mikið í litum og allt öðruvísi sniðum og keypti mikið af fötum frá hraðtísku merkjum, án þess að fatta hvað var á bak við það. Í dag finnst mér miklu meira spennandi að kaupa mér verðmætar gæða vörur sem ég á þá lengur og er dugleg að selja eða gefa af mér flíkur líka. Ástrós sækir í minimalisma í tískunni.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Á Pinterest aðallega og í flottar tískukonur á Instagram. Ástrós fær gjarnan tísku innblástur frá samfélagsmiðlum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eins og er þá eru það skinny jeans. Ég fer ekki i skinny jeans. Ástrós klæddist þessum stórglæsilega bleika diskó samfesting í Allir geta dansað.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég er samkvæmisdansari og sumir muna kannski eftir þáttunum Allir geta dansað. Þar var ég með diskó atriði og var í bleikum samfesting sem var gjörsamlega iconic. Held að ég gleymi því seint. Veigar Páll og Ástrós voru dansfélagar í Allir geta dansað.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég myndi segja að það að eiga góðan oversized blazer geri mikið fyrir mann. Blazer jakkar eru mikilvægur hluti af fataskáp Ástrósar.Aðsend Hér er hægt að fylgjast með Ástrósu á Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31 „Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“ Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. mars 2023 07:01 Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30 „Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. apríl 2023 11:31
„Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“ Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. mars 2023 07:01
Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30
„Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30
Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00
„Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00