„Þetta var stórkostleg björgun“ Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 9. apríl 2023 07:00 Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum á jóladagsnótt árið 1986. RAX Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum og fór af stað ásamt þyrlu til þess að bjarga skipverjum Suðurlandsins sem biðu standandi í lekum og tættum gúmmíbát í tæplega ellefu klukkustundir eftir björgun. Báturinn hafði laskast í hafróti upp við skrokk Suðurlandsins og skipverjarnir komust í hann við illan leik. Þeir voru spariklæddir í tilefni jólanna og illa búnir fyrir langa veru í ísköldum sjónum sem gekk ítrekað yfir þá í gegnum tætta yfirbreiðslu björgunarbátsins. Þeir stóðu saman í hnapp því að kaldur sjórinn náði þeim langt upp á fætur inni í bátnum. Átta af ellefu skipverjum Suðurlandsins komust í bátinn og þrír þeirra létust á meðan þeir biðu eftir björgun. „Þeir sem settust niður stóðu ekki upp aftur.“ RAX var beðinn að fljúga til Færeyja ásamt blaðamönnum Morgunblaðsins og taka á móti skipverjunum þegar þeir kæmu til hafnar með varðskipinu. Ferðin lagðist ekki vel í hann en veður var enn slæmt og mikill mótvindur á leið til Færeyja auk þess sem annað skip, breska tankskipið Syneta, hafði farist sömu nótt við eyjuna Skrúð á Austfjörðum. Allir skipverjar Synetu fórust í því slysi. „Það voru ónot í mér og ég tók mynd af krökkunum mínum eins og ég væri að sjá þau í síðasta sinn,“ segir RAX sem lýsir atburðum ferðarinnar í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Suðurlandið sekkur Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Ástæður þess að Suðurlandið sökk eru ráðgáta en önnur ráðgáta er staðsetning hollensks flutningaskips sem strandaði við Skeiðarársand á 17. öld. Öfugt við flest önnur skip sem hafa strandað við Skeiðarársand og horfið í sandinn innihélt hollenska skipið gríðarleg verðmæti. Koparstangir og gimsteinar eru meðal þess sem skipið flutti og það hefur vakið áhuga fólks á því að finna skipið. RAX hefur fylgst með slíkum tilraunum í gegnum tíðina. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Ferðin til Færeyja var sannkölluð svaðilför og er ekki sú eina sem RAX hefur lagt upp í. Árið 2011 var RAX að mynda eldgos í Grímsvötnum úr flugvél og ákvað að ná mynd af eldingu í gosmekkinum. Það reyndist ekki hættulaust. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Ljósmyndun RAX Menning Tengdar fréttir Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Danska varðskipið Vædderen var statt í Færeyjum og fór af stað ásamt þyrlu til þess að bjarga skipverjum Suðurlandsins sem biðu standandi í lekum og tættum gúmmíbát í tæplega ellefu klukkustundir eftir björgun. Báturinn hafði laskast í hafróti upp við skrokk Suðurlandsins og skipverjarnir komust í hann við illan leik. Þeir voru spariklæddir í tilefni jólanna og illa búnir fyrir langa veru í ísköldum sjónum sem gekk ítrekað yfir þá í gegnum tætta yfirbreiðslu björgunarbátsins. Þeir stóðu saman í hnapp því að kaldur sjórinn náði þeim langt upp á fætur inni í bátnum. Átta af ellefu skipverjum Suðurlandsins komust í bátinn og þrír þeirra létust á meðan þeir biðu eftir björgun. „Þeir sem settust niður stóðu ekki upp aftur.“ RAX var beðinn að fljúga til Færeyja ásamt blaðamönnum Morgunblaðsins og taka á móti skipverjunum þegar þeir kæmu til hafnar með varðskipinu. Ferðin lagðist ekki vel í hann en veður var enn slæmt og mikill mótvindur á leið til Færeyja auk þess sem annað skip, breska tankskipið Syneta, hafði farist sömu nótt við eyjuna Skrúð á Austfjörðum. Allir skipverjar Synetu fórust í því slysi. „Það voru ónot í mér og ég tók mynd af krökkunum mínum eins og ég væri að sjá þau í síðasta sinn,“ segir RAX sem lýsir atburðum ferðarinnar í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan. Klippa: RAX augnablik - Suðurlandið sekkur Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti úr smiðju RAX. Ástæður þess að Suðurlandið sökk eru ráðgáta en önnur ráðgáta er staðsetning hollensks flutningaskips sem strandaði við Skeiðarársand á 17. öld. Öfugt við flest önnur skip sem hafa strandað við Skeiðarársand og horfið í sandinn innihélt hollenska skipið gríðarleg verðmæti. Koparstangir og gimsteinar eru meðal þess sem skipið flutti og það hefur vakið áhuga fólks á því að finna skipið. RAX hefur fylgst með slíkum tilraunum í gegnum tíðina. Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Ferðin til Færeyja var sannkölluð svaðilför og er ekki sú eina sem RAX hefur lagt upp í. Árið 2011 var RAX að mynda eldgos í Grímsvötnum úr flugvél og ákvað að ná mynd af eldingu í gosmekkinum. Það reyndist ekki hættulaust. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Ljósmyndun RAX Menning Tengdar fréttir Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01 Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. 23. október 2022 07:00
RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. 4. apríl 2021 07:01
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
RAX Augnablik: „Vorum klikkaðir að fljúga í þessu“ Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar Axelsson flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna. 17. október 2021 07:00