Vilja að George Foreman fari í lygamæli vegna ásakana Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 10:04 George Foreman hefur verið sakaður um kynferðislega misnotkun af tveimur konum. Getty/Roger Kisby Tvær konur sem hafa ásakað boxarann George Foreman um kynferðislega misnotkun vilja að hann fari í lygamælispróf. Brotin sem Foreman er sakaður um áttu sér stað fyrir 45 árum þegar hann var í kringum þrítugt en konurnar voru undir lögaldri. Konurnar Gwen Hunter og Denise Shipes kærðu Foreman í ágúst á síðasta ári fyrir brot sem áttu sér stað seint á sjöunda og snemma á áttunda áratugnum. Þær segja Foreman hafa tælt sig og síðan misnotað kynferðislega. Þær voru þá báðar enn börn en Foreman þrítug rísandi boxstjarna. Konurnar segja að Foreman hafi málað þær upp sem lygara og illmenni þegar hann kærði þær til baka í gagnsókn þar sem hann sakaði þær um fjárkúgun. Þær segjast hafa staðist lygamælispróf og vilja nú að Foreman taki sjálfur sams konar próf. Lögmaður kvennanna segir þær hafa gengist undir lygamælispróf hjá helsta sérfræðingi heims á því sviði, sérfræðingi sem lögfræðingar Foreman hafa áður notað í fyrri dómsmálum. Segir Foreman hafa hótað föður sínum starfsmissi Önnur kvennanna, Gwen Hunter, hélt blaðamannafund í nóvember þar sem hún greindi frá ásökununum. Þar lýsti hún því hvernig Foreman hótaði að láta reka föður hennar úr starfi ef hún færi ekki úr fötunum. Hún hafi þess vegna látið undan. Í kjölfarið höfðaði Foreman gagnsókn gegn Hunter og sagði hana velta nafni sínu upp úr svaðinu og ljúga til að hafa af honum pening. Lögmaður kvennanna segir þær vera að undirbúa gagnsókn vegna meiðyrða og skaðlegra yfirlýsinga um fjárkúgun. Þess ber að geta að myndin Big George Foreman sem fjallar um ævi boxarans á að koma út eftir aðeins þrjár vikur. Kynferðisofbeldi Bandaríkin MeToo Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Sjá meira
Konurnar Gwen Hunter og Denise Shipes kærðu Foreman í ágúst á síðasta ári fyrir brot sem áttu sér stað seint á sjöunda og snemma á áttunda áratugnum. Þær segja Foreman hafa tælt sig og síðan misnotað kynferðislega. Þær voru þá báðar enn börn en Foreman þrítug rísandi boxstjarna. Konurnar segja að Foreman hafi málað þær upp sem lygara og illmenni þegar hann kærði þær til baka í gagnsókn þar sem hann sakaði þær um fjárkúgun. Þær segjast hafa staðist lygamælispróf og vilja nú að Foreman taki sjálfur sams konar próf. Lögmaður kvennanna segir þær hafa gengist undir lygamælispróf hjá helsta sérfræðingi heims á því sviði, sérfræðingi sem lögfræðingar Foreman hafa áður notað í fyrri dómsmálum. Segir Foreman hafa hótað föður sínum starfsmissi Önnur kvennanna, Gwen Hunter, hélt blaðamannafund í nóvember þar sem hún greindi frá ásökununum. Þar lýsti hún því hvernig Foreman hótaði að láta reka föður hennar úr starfi ef hún færi ekki úr fötunum. Hún hafi þess vegna látið undan. Í kjölfarið höfðaði Foreman gagnsókn gegn Hunter og sagði hana velta nafni sínu upp úr svaðinu og ljúga til að hafa af honum pening. Lögmaður kvennanna segir þær vera að undirbúa gagnsókn vegna meiðyrða og skaðlegra yfirlýsinga um fjárkúgun. Þess ber að geta að myndin Big George Foreman sem fjallar um ævi boxarans á að koma út eftir aðeins þrjár vikur.
Kynferðisofbeldi Bandaríkin MeToo Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Sjá meira