Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2023 15:35 Hér má sjá lykilártöl, tilvitnun úr Passíusálmum og nafn gefanda. Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju. Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju.
Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25