Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Máni Snær Þorláksson skrifar 11. apríl 2023 19:12 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum hafi ekki verið sú að snjómokstur taki mið af snjómagni. Vísir/Arnar/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. „Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni. Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
„Ég er ekki endilega á því að þetta sé markverðasti hlutinn af niðurstöðu stýrihópsins,“ segir Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar er hún spurð út í fréttir sem fjölluðu um að stýrihópurinn vilji að snjómokstur taki mið af snjómagni. Alexandra útskýrir að hingað til hafi verið miðað við að það þurfi að ryðja snjó ef hann fer yfir fimmtán sentímetra. Stýrihópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að breyta því, byrja frekar að ryðja í tíu sentímetrum. „Það þýðir að það verður miðað við í rauninni minna snjómagn, það sé hægt að byrja fyrr svo það safnist minna upp.“ Hún segir að um gamalt verklag sé að ræða: „Það þarf nú bara að vera eitthvað viðmið, þess vegna erum við að lækka það því það hefur ekki alveg dugað nógu vel.“ Síðastliðinn vetur var snjómoksturinn í borginni harðlega gagnrýndur. Alexandra segir að yfir það heila hafi snjómoksturinn verið í lagi, stærstu snjódagarnir séu hins vegar erfiðir. „Sérstaklega eins og við lentum í núna í desember þegar verktakar sem við vorum með samninga við voru ekki að skila sér,“ segir hún. Ekki stóra niðurstaðan Alexandra segir að það hafi ekki verið stóra niðurstaðan hjá stýrihópnum að snjómoksturinn þurfi að taka mið af snjómagni. Niðurstaðan sé frekar að það þurfi að fara í töluverðar breytingar. „Við komum í rauninni með niðurstöðu í sextán liðum og svo rúmlega fjörtíu aðgerðir sem við mælum með að farið verði í, töluverða þjónustuaukningu myndi ég segja.“ Þá tekur hún dæmi um aðgerðir sem stýrihópurinn mælir með að farið verði í. Til að mynda sé talað um að bæta við snjóruðningstækjum og byrja fyrr að ryðja snjó í húsagötum. „Við erum að tala um það sem tilraunaverkefni að byrja strax með allavega eitt tæki í hverju svæði í húsagötunum til að það safnist ekki svona upp þar. Því við lendum svo oft í því núna að þegar það kemur snjór þá kemur hann mjög þungt nokkra daga í röð. Þá eru tækin okkar alltaf að ryðja stofnvegina aftur og aftur og komast aldrei neitt annað. Þá safnast svo mikið upp og það getur orðið svo svakaleg klakamyndun að það getur verið mjög erfitt að ná því þegar það er farið í það.“ Einnig sé lagt til að vera með sérútboð fyrir strætisvagnastoppistöðvar og rútustæði. Þá sé talað um að vera með betra eftirlit með mokstrinum svo hægt sé að fylgjast með hvar hann gengur ekki nógu vel. Ásamt því sé það á borðinu að auka upplýsingagjöf í framtíðinni.
Snjómokstur Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira