Bjargaði lífi sínu með þrjóskunni Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2023 10:30 Elíza sigraðist á krabbameininu eftir að hafa ýtt á að komast í skoðun, þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr hennar einkennum. Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman fékk brjóstakrabbamein og hefur sagt frá því hvernig hún þurfti að berjast fyrir því að fá almennilega skoðun þegar hún fann hnút í öðru brjóstinu. En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
En hún gafst ekki upp fyrr en hún fékk myndatöku og alvöru skoðun, en læknar höfðu meðal annars sagt henni að þetta væri líklegast hormónatengt eða innvortis marblettur og hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þegar hún svo sjálf skráði sig í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu kom í ljós æxli og hún var send strax í krabbameinsmeðferð og er hún í dag við góða heilsu því krabbameinið hafði ekki náð að dreifa sér í eitlana. Vala Matt ræddi við Elízu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk baráttusöguna hennar. Elíza hefur verið ein af fremstu söngkonum landsins um árabil og gaf nýverið út plötuna Wonder Days sem hún vann að á meðan hún var í bataferlinu og er hún alveg einstök og snertir mann beint í hjartað. Erfitt að fá tíma hjá heimilislækni „Síðastliðin þrjú ár hafa verið svolítið rússíbanareið. Í byrjun Covid finn ég fyrir hnút í brjóstinu á mér og er farin að fá smá verki. Ég fer að láta skoða þetta hjá heimilislækni í Keflavík og hann segir að þetta sé líklegast hormónatengt og ég sé mögulega að byrja á breytingaskeiðinu,“ segir Elíza og heldur áfram. „Ég finn þetta aftur einum og hálfum mánuði síðar og þá er allt lokað og ég get ekki fengið tíma hjá heimilislækni. Ég hringi og tala við lækni í símann og hann segir að þetta sé sennilega ekki neitt en sendir samt beiðni um að ég fari í tékk. Svo líður mánuður og þá fæ ég hitta lækni, þriðja lækninn. Hann skoðar mig og segir að þetta sé nú líklega fæðingarblettur inni í mér og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann segir að ef ég vill vera alveg örugg skuli ég bóka mér tíma sjálf hjá Krabbameinsfélaginu sem ég og geri. Þar fer ég í myndatöku og þá fer allt á fullt,“ segir Elíza. Hún segist hafa fengið símtal þremur dögum seinna. „Ég fæ að vita að það sé krabbamein í æxlinu og þá tekur við einhver annar pakki. Þetta eru alveg fimm mánuðir sem líða þar sem ég veit að það er eitthvað að. Ég er með verki en það er ekkert hlustað. Ég fer beint í lyfjameðferð og þetta var mjög erfitt en líkaminn minn höndlaði þetta samt vel. Beint eftir þá meðferð fer ég síðan í fleygskurð og um jólin þetta sama ár er ég búin í lyfjameðferð og fleygskurði. Svo eftir áramótin fer ég í geislameðferð. Sem betur fer var þetta ekki búið að dreifa sér í eitlana og gekk alveg ótrúleg vel, miðað við að þetta var mjög hraðvaxandi og erfitt krabbamein,“ segir Elíza en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira