Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2023 13:06 Fólkið býr, um 60 manns í heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem vel fer um það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála. Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira