„Ágætis lausn í stað þess að spila á ónýtu grasi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. apríl 2023 11:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, býst við hörkuleik gegn Keflavík í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vonast eftir að hans menn komist á sigurbraut í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Liðið gerði jafntefli við KA í fyrstu umferðinni en sækja Keflvíkinga heim klukkan 14:00 í dag. Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Keflvíkingum var spáð strembnu gengi fyrir mót enda liðið misst byrjunarliðsmenn úr marki, vörn, miðju og sókn frá síðustu leiktíð. Liðið var hins vegar afar sannfærandi í fyrsta leik gegn Fylki og vann góðan 2-1 sigur sem hefði getað verið stærri. Rúnar hrósar Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, þjálfara Keflvíkinga í hástert. „Sigurður Ragnar gerði frábæra hluti með Keflavíkurliðið í fyrra og hefur náð sér í góða leikmenn aftur í ár. Hann kann að búa til lið og liðsheild. Taktíkin hans er flott og það er bara erfitt við þá að eiga, bara eins og alla leiki í þessari deild. Deildin er erfið og þó að einhverjum liðum sé spáð misjöfnu gengi þá eru þetta alltaf leikir sem þurfa að spilast og Keflvíkingar hafa sýnt það undir stjórn Sigurðar Ragnars að þeir eru bara mjög góðir,“ segir Rúnar í samtali við Vísi í dag. Byrja á tveimur erfiðum útileikjum Rúnar hefur trú á því að hans menn geti hins vegar fellt Keflvíkingana í dag og náð í fyrsta sigur sumarsins. „Þetta snýst bara um okkar eigið lið og hvað við viljum gera og hvort það heppnast verður að koma í ljós. Við höfum trú á okkar mönnum og okkar liði. Við þurfum bara að fara til Keflavíkur og reyna að sækja stig og reyna að vinna því að mótið er stutt og það má lítið út af bregða ef menn ætla sér í baráttu ofarlega,“ „Við viljum reyna að ná góðri byrjun og byrjum á tveimur erfiðum útileikjum. Þannig að við verðum sáttir ef við náum að landa sigri í dag og vera með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, það væri bara draumabyrjun,“ segir Rúnar. Æskilegt að spila á gervigrasi í upphafi móts Leikur dagsins var færður frá aðalvelli Keflvíkinga þar sem grasið á honum er ekki leikhæft. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli við Nettóhöllina og segir Rúnar það góða lausn, betra sé að spila á gervigrasi en slæmu grasi líkt og FH og Stjarnan munu gera á Miðvelli í Hafnarfirði síðar í dag. „Þegar við hefjum mót svona snemma er kannski æskilegt að reyna að setja leikina upp þannig að það sé spilað í fyrstu tveimur til þremur umferðunum á gervigrasi. Svo er reyndar ekki núna þar sem Keflvíkingar hefðu átt að spila við okkur á grasi, og sama með FH-ingana,“ „En við vitum aldrei hvernig tíðin er hérna á Íslandi og hvenær þetta getur verið tilbúið svo það þarf að finna lausnir og allavega í Keflavík er þetta ágætis lausn að færa þetta út á gervigrasvöllinn í stað þess að spila á ónýtu grasi. Þá ættum við að geta fengið örlítið betri gæði í leikinn,“ segir Rúnar. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 14:00 í dag og verður í beinni á Stöð 2 Sport Besta deildin. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira