Á sýningunni má sjá peysur og einar buxur sem Tóta prjónaði á lífsleiðinni og rýmið er skreytt alls kyns garni sem Tóta hafði sankað að sér.
Valgerður Anna Einarsdóttir, systir Tótu sem heldur sýninguna, segir systir sína hafa verið ótrúlegan einstakling og einstaka á allan hátt. „Það sést klárlega á þessari sýningu,“ sagði Valgerður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún sagði Tótu hafa mátað sig við allskonar listir og prófað sig mikið áfram.
„Hún var útskrifuð úr Tækniskólanum og tók alla kúrsa þar undir sólinni en fann sig svo í prjónalistinni, sem ég er að sýna hérna í slökkvistöðinni núna út vikuna,“ sagði Valgerður. Hún sagði sýninguna vera innsýn í hugarheim Tótu og að garnið hafi þar spilað stórt hlutverk.
Sjá má frétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að neðan.