Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2023 08:58 Tómas Skúlason oftast kenndur við Veiðiportið ásamt veiðifélaga og stóra þorska úr Kollafirði Það er meira sem hægt er að veiða en lax, bleikja og sjóbirtingur á stöng en við gleymum því stundum að það er stutt að fara í aðra veiði. Þeir sem eru haldnir veiðidellu á háu stigi er sléttsama hvað tekur á færið, það er ánægjan af veiðinni sem skiptir máli. Síðan er það annað, ef þú vilt endilega veiða og ekki sleppa þá er klárlega mál fyrir þig að prófa sjóstangaveiði í sumar en þeirri veiði fylgja nokkrir skemmtilegir kostir. Þú færð líklega alltaf eitthvað, veiðileyfið kostar ekkert, það eru ekki svæðaskiptingar og þú mátt hirða aflann. Þeim fjölgar sífellt sem stunda sjóstangaveiði og þetta er sport sem klárlega hentar öllum í fjölskyldunni. Við höfum verið að frétta frá bæði sjómönnum og veiðimönnum sem stunda sjóstöng að fiskgengd, þá sérstaklega stór þorskur við strendur landsins, hafa ekki verið meiri í manna minnum. Tómas Skúlason í Veiðiportinu er einn af þeim sem stundar þessar veiðar og við sáum á Facebook síðunni hjá honum afrakstur veiða á laugardaginn. Stærstu þorskarnir sem eru að veiðast eru 10-15 kíló og það tekur á að toga svoleiðis fiska úr djúpinu. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða uppá dagsferðir á hálfa daga frá Reykjavík fyrir mjög sanngjarnt verð svo ef þig vantar eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni einhvern góðan dag í sumar er þetta klárlega eitthvað til að prófa. Rígvænn þorskur Stangveiði Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Þeir sem eru haldnir veiðidellu á háu stigi er sléttsama hvað tekur á færið, það er ánægjan af veiðinni sem skiptir máli. Síðan er það annað, ef þú vilt endilega veiða og ekki sleppa þá er klárlega mál fyrir þig að prófa sjóstangaveiði í sumar en þeirri veiði fylgja nokkrir skemmtilegir kostir. Þú færð líklega alltaf eitthvað, veiðileyfið kostar ekkert, það eru ekki svæðaskiptingar og þú mátt hirða aflann. Þeim fjölgar sífellt sem stunda sjóstangaveiði og þetta er sport sem klárlega hentar öllum í fjölskyldunni. Við höfum verið að frétta frá bæði sjómönnum og veiðimönnum sem stunda sjóstöng að fiskgengd, þá sérstaklega stór þorskur við strendur landsins, hafa ekki verið meiri í manna minnum. Tómas Skúlason í Veiðiportinu er einn af þeim sem stundar þessar veiðar og við sáum á Facebook síðunni hjá honum afrakstur veiða á laugardaginn. Stærstu þorskarnir sem eru að veiðast eru 10-15 kíló og það tekur á að toga svoleiðis fiska úr djúpinu. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða uppá dagsferðir á hálfa daga frá Reykjavík fyrir mjög sanngjarnt verð svo ef þig vantar eitthvað skemmtilegt að gera með fjölskyldunni einhvern góðan dag í sumar er þetta klárlega eitthvað til að prófa. Rígvænn þorskur
Stangveiði Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði