Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:25 Drake og The Weeknd á tónleikum árið 2014. Getty/Ollie Millington Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Helgin í heimi tónlistarinnar var ansi viðburðarík en fjöldi listamanna flutti lög sín á hinni sívinsælu tónlistarhátíð Coachella í Kaliforníu. Þá lentu margir listamenn í því að gervigreind var búin að setja raddir annarra listamanna yfir lög þeirra. Einnig kom út lag með Drake og The Weeknd, sem þeir komu þó aldrei nálægt því að framleiða. Nýlega hófu netverjar að nota gervigreind til að láta raddir þekktra einstaklinga segja ákveðnar setningar. Til eru sprenghlægileg dæmi um það, eins og TikTok-myndbönd þar sem látið er eins og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, Barack Obama og Donald Trump, séu að spila tölvuleiki með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. @ffrosken Presidents play CSGO #csgo #counterstrike #gaming #obama #trump #biden #fyp #fyp #ai #aivoice #elevenlabs #funny #funnyvideos original sound - ffrosken Þá eru raddir þekktra tónlistarmanna notaðar í lög annarra tónlistarmanna og látið eins og þeir hafi búið til ábreiður af þekktum lögum. Til að mynda syngur rödd Rihönnu lagið Cuff It með Beyoncé í myndbandinu hér fyrir neðan. IA Rihanna from ChatGPT singing Beyoncé s "Cuff It" pic.twitter.com/1TAmHEDAKv— Rihanna Facts (@Nevernyny) April 13, 2023 Og í öðru myndbandi má hlusta á útgáfu Kanye West og Drake á laginu WAP sem Meghan Thee Stallion og Cardi B sungu upprunalega. Y all the AI Kanye & Drake WAP is kinda iconic . pic.twitter.com/SCVKGcWWRd— Brielle The Villain (@Goldbloodedkil2) April 15, 2023 Það metnaðarfyllsta sem hefur komið úr þessu fári er þá frumsamið lag sem birtist fyrst á TikTok um helgina þar sem raddir kanadísku poppstjarnanna Drake og The Weeknd eru notaðar. Drake hafði nokkrum dögum áður sagst vera kominn með nóg af gervigreind eftir að rödd hans var notuð til að syngja lagið Munch með Ice Spice. AI got Drake rapping Munch pic.twitter.com/pWYB5rcjgg— Complex Music (@ComplexMusic) April 14, 2023 Lagið var birt á aðganginum Ghostwriter977 og hafa tæplega 8,8 milljónir manna hlustað á það þar. Er það kallað Heart on My Sleeve og hefur nú verið gefið út á öllum helstu streymisveitum. Universal Music Group, rétthafi tónlistar bæði Drake og The Weeknd, er sagt hafa beðið streymisveiturnar um að taka lagið út þar sem þarna er verið að nota raddir þeirra listamanna. Veiturnar hafa ekki brugðist við þessari beiðni enn sem komið er. @ghostwriter977 hi im ghostwriter. #drake #aivoice #theweeknd #ai #aidrake #theweekndai Heart on My Sleeve by Ghostwriter out everywhere. - ghostwriter
Gervigreind Tónlist Kanada Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira