Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. apríl 2023 08:01 Halldóra Jónasdóttir hefur starfað sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í yfir þrjátíu ár. Halldóra, sem er alltaf kölluð Dóra, segir mikilvægt að við ruglum því ekki saman hvenær við erum að hjálpa fólki og hvenær við erum meðvirk. Að vera meðvirk þýðir að okkur líður sjálfum illa og erum búin að missa stjórn á því hvernig við erum að takast á við hlutina og upplifa þá. Án efa geta margar fjölskyldur samsvarað sig við þau dæmi sem Dóra nefnir í þessu viðtali. Enda flest algeng og þekkt hjá mörgum. Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: „Meðvirkni kom fyrst til sögunnar á miðri nítjándu öld. Þá hét hún með-áfengissýki og náði yfir þau áhrif sem að alkar höfðu á maka sína. Fljótlega var tekið eftir að áhrifa áfengis gætti víðar. Þá kom nafnið para-alkóhólisti og tók til nánustu ættingja alkahólistans. 1978- 1980 kom svo nafnið meðvirkni.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um meðvirkni þeirra sem áður kölluðust með-áfengisjúkir eða para-alkóhólistar: Ástvini og aðra vini og vandamenn fólks með fíknisjúkdóma. Meðvirkni hverfur ekki Halldóra Jónasdóttir hefur starfað sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í yfir þrjátíu ár. Hún segir umræðuna gjarnan gengisfella þetta orð meðvirkni. Með þeim afleiðingum að fólk er ekki alltaf að skilja hvað meðvirkni felur í sér í raun. „Oft finnum við í samtölum um meðvirkni að fólk er að rugla þessu orði við það þegar við erum að hjálpa fólki eða að aðstoða það. Sem á alls ekkert alltaf við. Því þótt við séum almennileg eða að hjálpa öðru fólki, er ekki þar með sagt að við séum endilega meðvirk,“ segir Halldóra, alltaf kölluð Dóra. Hún segir meðvirkni eiga sér margar ólíkar birtingamyndir og einkenni meðvirkninnar geti líka breyst eftir því hvar við erum sjálf á æviskeiðinu eða í hvaða hlutverki við erum. „Að eiga aðstandanda í virkri neyslu hefur mikil áhrif á alla í fjölskyldunni. Eitt einkenni meðvirkninnar er þegar við förum að taka ábyrgð á líðan eða hegðun annarra, eða reynum jafnvel að stjórna hegðun annarra. Það hvernig við gerum þetta getur verið afar mismunandi eftir því hvort sá sem er í neyslu er makinn okkar eða við erum foreldri með ungmenni í neyslu og svo framvegis.“ Í fyrrgreindri ritgerð segir um útskýringar á meðvirkni: ,,Til að byrja með var hún skilgreind sem fylgifiskur alkóhólisma og tók til áhrifa sem að áfengisfíklar höfðu á fólk í umhverfi sínu. Meðvirkni hefur svo verið útskýrð á fleiri vegu. Hún er tilkomin vegna vanvirkrar fjölskyldu í æsku, vandamála í æsku, hún er sjúkdómur, lærð hegðun, persónuleika röskun eða fíkn. Hún kemur fram í lélegu sjálfsmati, afneitun tilfinninga, óhóflegri ábyrgðartilfinningu, vandamálum við að skilja mörk, lélegri tjáningar getu, áráttu, afneitun, þunglyndi, kvíða og stressi. Ekki upplifi allir öll einkennin né að einkennin komi eins fram.“ Í tali Dóru má einmitt heyra hversu ólík upplifun fólks og aðstæður geta verið sem búa við virka neyslu og dragast inn í munstur meðvirkni og vanlíðan. „Æska barns sem elst upp við foreldri í neyslu einkennist af áhyggjum og kvíða. Segjum til dæmis barn sem elst upp við það að mamma þeirra er drykkjusjúklingur. Þetta barn er stanslaust með áhyggjur af mömmu sinni: Hvernig verður mamma þegar ég kem heim? Hvernig er ástandið á henni núna? Þessari upplifun barnsins fylgir mikil kvíðatilfinning, sem er vond og erfið tilfinning og líðan. Það sama gerist hjá maka. Ímyndum okkur til dæmis að maðurinn þinn sé í virkri neyslu. Þá ertu kannski stanslaust að reyna að taka ábyrgð á hans hegðun og líðan, en líka alltaf með kvíða og áhyggjur af hlutum eins og: Týnir hann lyklunum? Týnir hann bílnum....? Enn eitt dæmið er að vera foreldri sem er með ungmenni í neyslu. Þar eru áhyggjur og kvíði einkennandi líka en hugsanirnar kannski ólíkar og frekar í átt við að vera: Ætlar hann að eyðileggja líf sitt með þessu? Eða mun ég fá símtal um að hann sé dáinn….?“ Dóra segir öll dæmin ólík innbyrðis en rauði þráðurinn hjá fólki sem er meðvirkt er oft þessi kvíðatilfinning og eins tilhneigingin til að reyna að taka ábyrgð á líðan og hegðun þess sem er í neyslu. Þá segir Dóra að ef ekkert er unnið úr meðvirkninni, geti hún orðið okkur fjötur um fót lengi á eftir. Aftur tökum við dæmi um barn sem elst upp við þær aðstæður að foreldrið er í neyslu. Þetta barn elst upp við mikið óöryggi og óvissu. Það getur ekkert farið. Og ef ekkert er að gert, getur þessi einstaklingur síðar meir lent í því að fara í samband þar sem það á erfitt með að setja mörk eða að skilgreina fyrir sjálfum sér: Hvað get ég ætlast til að fá frá hinum aðilanum? Samskipti og viðhorf geta litast af því sem þú upplifðir í æskunni, til dæmis það að treysta ekki á að staðið sé við hlutina því sem barn lærðir þú að lina áhrifin frá sviknum loforðum með því að treysta ekki um of á að loforð stæðust yfir höfuð.“ Í ljósi þessa má segja að meðvirknin hverfi ekkert endilega frá okkur ef ekkert er að gert. Þótt við séum orðin fullorðin eða komin í fjarlægð frá þeim ástvini okkar sem er eða var í virkri neyslu. Barn sem elst upp við til dæmis mikla drykkju foreldris upplifir oft miklar áhyggjur af foreldrinu, stöðunni heima og svo framvegis. Kvíðinn er viðvarandi og ef ekkert er unnið úr meðvirkninni getur tiltekið barn tekið með sér ákveðna hegðun inn í fullorðinsárin ómeðvitað: Í sín parasambönd, samskipti eða uppeldisaðferðir. Samviskubit og aðrar flóknar tilfinningar Í samtali við Dóru er ljóst að aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma upplifa margar flóknar tilfinningar. „Ég man til dæmis eftir systkinum sem voru orðin fullorðnir einstaklingar og komu til okkar á fjölskyldunámskeið. Þau viðurkenndu þó að hafa þurft þrjár tilraunir til að koma. Því þau voru með svo mikið samviskubit. Mamma þeirra drakk mikið, hafði þó staðið sig mjög vel lengi en nú var svo komið að þau höfðu hreinlega áhyggjur af því að þeirra eigin börn væru með mömmu sinni. Það sem vafðist hins vegar svo mikið fyrir þeim var þetta: Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína. Sem var auðvitað ekki málið en þeim leið samt þannig.“ Í þessu samhengi segir Dóra einmitt mikilvægt að skilja mikilvægi þess að aðskilja einstaklinginn sem við þekkjum frá sjúkdómnum sjálfum. „Börn elska foreldra sína. Að tala um móður sína sem er að drekka eða var kannski alltaf full þegar þú varst að alast upp þýðir ekki endilega að þér finnist ekki vænt um mömmu þína eða að það hafi ekki verið langir og góðir kaflar inn á milli.“ Þá segir hún dómhörkuna í umhverfinu vera mjög erfiða fyrir aðstandendur. Fólk er að fleygja setningum fram eins og Þú átt bara að fara frá honum og svo framvegis. Sem skilar engu öðru en því að viðkomandi aðstandandi fer bara að segja þér minna, treysta þér minna og vill ekki að þú vitir of mikið. Afleiðingin er oft sú að aðstandandinn fer að einangra sig meira en ella. Til að forðast þessa dómhörku frá öðrum.“ Enn eitt dæmið er upplifunin Hvað á ég að gera/má ég gera? Tökum sem dæmi yfirmaður sem er með starfsmann sem snýr aftur til starfa eftir fall. Starfsmaðurinn segist þó ekki þurfa á því að halda að fara í meðferð eða sækja fundi. Hvað á yfirmaðurinn að gera? „Þarna stendur yfirmaðurinn frammi fyrir því að velta fyrir sér: Er ég meðvirk/ur ef ég set ekki stólinn fyrir dyrnar og segi meðferð vera skilyrði? Eða er ég að hjálpa?,“ segir Dóra og bætir við að í þessu tilviki væri eflaust skynsamlegast fyrir tiltekinn yfirmann að velta því alvarlega fyrir sér: Hvað ætla ég að gera og hvernig ætla ég að bregðast við, ef þessi starfsmaður fellur aftur? Stundum erum við líka ekki alveg með skýra hugmynd um það hvað við erum að upplifa. „Oft koma til okkar fjölskyldur þar sem það kemur skýrt fram á fyrsta fundi að á þeirra heimili hafi aldrei verið ofbeldi. Mikil áhersla er lögð á þetta og samstaðan algjör hjá fjölskyldunni. Í þriðja eða fjórða samtali er hljóðið kannski orðið allt annað því þá hefur kannski þegar komið fram að alls kyns aðferðum hefur verið beitt: Til dæmis þvingunaraðferðir, þagnir, togstreita og spenna, stjórnsemi, óöryggið er viðvarandi og mikið og svo framvegis.“ Þá má nefna það munstur þegar ekki er hægt að skipuleggja neitt of langt fram í tímann, því allt gengur út á hegðun þess sem er í neyslu. „Ímyndum okkur til dæmis að þú hringir í vin og stingir upp á að þið vinahjónin skellið ykkur á sýningu í leikhúsi þann 15.maí. Og viðkomandi svarar: 15.maí – það er nú ekki einu sinni kominn maí enn þá! Skýringin á þessu getur verið að viðkomandi er alltaf á vaktinni og hefur ekki hugmynd um hvernig staðan verður á heimilinu þann 15.maí, mun makinn detta í það þá? Til þess að forðast erfiðar aðstæður, upplifir fólk sem er í meðvirkninni stöðuna oft þannig að það er einfaldlega ekki hægt að skipuleggja of langt fram í tímann.“ Stundum getur myndast mikil togstreita á milli systkina ef það er mikill aldursmunur á milli þeirra. Því þá er upplifun þeirra af ástandinu heima oft svo ólík. Sem dæmi má nefna ef elsta systkinið flytur snemma að heiman þar sem foreldri hefur verið í mikilli drykkju. Frásagnir elsta systkinis og yngsta systkinis eru oft eins og verið sé að lýsa tveimur ólíkum heimilum.Vísir/Getty Togstreita fjölskyldumeðlima Enn ein birtingarmyndin á því sem getur komið upp hjá aðstandendum er að upplifun þeirra innbyrðis er svo ólík. Ég nefni sem dæmi systkini þar sem aldursmunurinn er mikill á milli þess elsta og þess yngsta. Frásagnir þessara tveggja geta verið svo ólíkar að það er eins og það sé verið að lýsa aðstæðum á tveimur mismunandi heimilum. Elsta systkinið ólst upp við neyslu en flutti snemma að heiman. Það yngsta er mögulega að upplifa mun verri aðstæður þar sem neyslan hefur aukist enn meir. Við þetta getur myndast togstreita á milli systkinanna sjálfra. Þar sem það elsta fleygir kannski fram hlutum eins og „þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar, veist ekkert um hvað þú ert að tala….“ og svo framvegis.“ Þá segir Dóra reiði geta beinst að því foreldri sem er ekki í neyslu. „Það foreldri getur fengið að heyra frá börnunum sínum alls konar hluti eins og þú ert nú alltaf svo pirruð eða þú ert nú svo brjáluð í skapinu og svo framvegis. Reiðin beinist að foreldrinu sem ekki er í neyslu frekar en bleika fílnum sjálfum í stofunni. Það er einfaldlega vegna þess að það sem gerist þegar börn alast upp í þessum aðstæðum er að þau einfaldlega gera kröfu um að það foreldri sem ekki er í neyslu sé í lagi,“ segir Dóra og bætir við: „Börn sem gera þessa kröfu eru ekkert endilega meðvituð um það. Það eina sem þau vita er að þegar pabbi eða þegar mamma drekkur, þá breytist hann eða hún. Sem þýðir að þau verða að treysta á að það foreldri sem ekki er að drekka sig full eða í virkri neyslu, sem foreldrið sem er í lagi og þau geta þá stólað á.“ Þá segir Dóra líka algengt, sérstaklega þegar börnin eru ung, að þau í raun sjái aldrei foreldri sitt undir áhrifum. Heldur sé ástandið frekar eitthvað sem þau skynja. „Oft myndast togstreita og spenna á milli foreldra sem börnin upplifa. Þau skilja ekki beint hvað er að en finna samt vel að það er eitthvað að. Það er kannski allt í lagi og bara gaman heima alla vikuna. Síðan kemur helgi og þá er allt breytt. Og ömurlegir dagar sem fylgja á eftir þessari helgi. Án þess að þau viti í raun hvað hafi gerst.“ Þá segir hún sárindin geta varað svo lengi og stundum megi sjá hvernig elstu börnin eiga jafnvel erfitt með að fyrirgefa þótt foreldrið sé fyrir löngu hætt í neyslu. „Ég nefni sem dæmi systkini sem alast upp við það að þegar pabbi þeirra drakk var ofbeldið á heimilinu mjög mikið og gróft. Þau flytja að heiman og eru fyrir löngu orðin fullorðin þegar foreldrið síðan hættir að drekka. Þetta getur þýtt að yngstu systkinin alast upp við allt aðrar aðstæður. Foreldri sem drekkur ekki og ekkert ofbeldi á heimilinu. Elstu systkinin ná hins vegar ekki að yfirstíga gamlan sársauka og þegar fjölskyldan hittist þarf kannski nánast ekkert til, þá er rokið út í fússi og farið.“ Að sögn Dóru eru sjálfsásakanir líka algengar hjá aðstandendum. Sérstaklega foreldrum með ungmenni í neyslu. „Foreldrar eru sá hópur sem fara oft hvað mest í sjálfsásakanir eins og Hvað gerði ég vitlaust? Hvers vegna var ég ekki búin að átta mig á þessu? og svo framvegis. Þótt vitað sé að oft er skýringin á þessu einfaldlega sú að foreldrar þekkja ekki það umhverfi sem nú ríkir hjá unglingum eða hvaða efni eru þarna úti.“ Þegar að við viljum styðja við bakið á aðstandendum felst besta ráðið í því að vera helst ekkert að gefa nein ráð. Því oft leiðir það til þess að viðkomandi ástvinur, vinur eða vinkona bregst aðeins við með því að draga sig meira í hlé, segja okkur minna, treysta okkur fyrir færri hlutum og svo framvegis. Betra er að segja sem minnst en leggja þess í stað áherslu á að vera til staðar og hlusta.Vísir/Getty Góðu ráðin: Segjum sem minnst og dæmum ekki Að ofangreindu er ljóst að þær aðstæður og þær tilfinningar sem aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma eru vægast sagt alls konar. Skapgerðarbrestir geta til dæmis verið mjög áberandi. „En ekkert endilega aðeins hjá þeim sem eru með fíknisjúkdóma. Stundum er það makinn sem er með erfiðu skapgerðarbrestina en ekki sá sem er í neyslu.“ Þá segir Dóra að þrátt fyrir mun meiri umræðu um fíknisjúkdóma, meðvirkni og annað þessu tengt nú miðað við áður, sé það almennt þannig að fólk reynir að fela ástandið eins og hægt er. „Feluleikurinn er enn mjög mikill og allsráðandi. Því með því að fela, er annað fólk ekki upplýst um að það sé eitthvað að heima hjá þér. Þar kemur líka inn þessi dómharka sem við ræddum áðan. Fólk vill fela aðstæðurnar til þess að forðast þessa dómhörku.“ En hvernig getum við þá aðstoðað fólk sem okkur þykir vænt um og viljum styðja í því að fá aðstoð til dæmis til að sporna við þessari meðvirkni? „Besta ráðið er í rauninni að þú gefir engin ráð. Því öllum er svo tamt að reyna að gefa góð ráð. Ég ætla að nefna sem dæmi vinkonur,“ segir Dóra og bætir við: „Ímyndum okkur að vinkona þín eigi maka í neyslu og þú vilt gefa henni góð ráð. Ósjálfrátt eru ráðin þín kannski þannig að það sé best fyrir vinkonu þína að fara frá manninum sínum, hóta að fara frá honum, setja honum mörk eða leita sér aðstoðar og svo framvegis. Þarna eru þínar skoðanir að virka á vinkonu þína sem dómharka. Hún í raun upplifir að þú ert ekki að skilja í hvaða aðstæðum hún er. Afleiðingin af þessu er að hún fer einfaldlega að segja þér minna, vera minna með þér, fela meira og treysta þér fyrir fáu.“ Hvað ætti ég þá að gera ef þetta væri til dæmis vinkonan mín? „Það væri miklu sniðugra fyrir þig að vera ekkert að tala um ástandið heima hjá henni eða hennar aðstæður yfir höfuð. Þú getur gefið henni góð ráð sem byggja á einhverju sem þú hefur reynslu sjálf. Til dæmis að þér finnist mjög nauðsynlegt að rækta sjálfan þig, taka þér þinn tíma til að gera eitthvað fyrir þig þótt það kosti að börnin og aðrir þurfi að sjá um sjálfan sig á meðan. Spyrja hana síðan hvernig hún geri þetta eða bíða og sjá hvað hún segir. Og leggja þá bara áherslu á að hlusta vel á það sem hún segir. Því hlustunin er þá besti stuðningurinn fyrir hana en ekki að þú sért með einhver góð ráð fyrir hennar aðstæður.“ Að þessu sögðu er ljóst að vinir og vandamenn geta þannig aukið á líkurnar að feluleikurinn verði enn meiri hjá viðkomandi, eða einangrunin, vegna þess að við erum ekki að gefa góð ráð í raun. „Þess vegna eru fjölskyldunámskeiðin okkar svo góð. Því þar upplifir maður það svo oft að þegar fólk kemur fyrst, þá er það í spennu, vill lítið segja og er enn að fela. En þegar á líður fer að slakna á því smátt og smátt áttar fólk sig á því að aðrir sem þarna eru, eru einfaldlega í nákvæmlega sömu aðstæðum og þú og þá er samtalið um góðu ráðin orðið allt annars eðlis.“ Dóra segir líka mikilvægt að nefna að hjá SÁÁ geta börn foreldra með fíknisjúkdóm fengið sálfræðiaðstoð. Fræðsla og samvera skiptir líka mjög miklu máli. Ekki síst fyrir foreldra sem vilja vera vakandi yfir því hvað er í gangi hjá þeirra unglingum. „Sjáðu til. Það gerist oft svo hratt og ómeðvitað að foreldrar jafnvel hitta ekki unglingana sína í einn og hálfan eða tvo daga. Þú kannski vaknar og ferð út áður en unglingurinn er vaknaður. Sem síðan er ekki kominn heim þegar þú kemur heim. Þú ert síðan sofnuð þegar unglingurinn kemur heim og án þess að þú áttir þig á því, hefur ekkert ykkar hist í hátt í tvo daga,“ segir Dóra, en um leið getum við sem foreldrar lært af og reynt að vera vakandi yfir því að svona staða komi ekki upp á heimilum með ungmenni. Í þessu samhengi má nefna sérstaklega að fyrir foreldra ungmenna yngri en 24 ára, er hægt að sækja sérstakt námskeið. „Námskeiðið kallast Foreldrafærni og á því eru áherslurnar aðeins öðruvísi. Til dæmis um það hvernig við setjum mörk." Dóra segir margt hægt að gera til að hjálpa fólki að komast úr vítahring meðvirkninnar. Það sem þá er unnið með er ekki hvort viðkomandi eigi að yfirgefa maka sinn eða eitthvað þannig. Heldur frekar að læra hvernig maður setur mörk, hvernig næ ég að breyta fyrir mig þannig að mér líði betur. Að fá viðurkenningu á sína líðan. Að læra á verkfæri sem hjálpa okkur í samskiptum eða gegn kvíða. Að gefa fólki fræðslu og upplýsingar og svo framvegis. Út á þetta gengur aðstoðin við fólk sem er fast í meðvirkninni. Ekki að segja þeim hvernig það á að haga lífi sínu. “ Geðheilbrigði SÁÁ Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Góðu ráðin Áskorun Fíkn Tengdar fréttir Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
„Meðvirkni kom fyrst til sögunnar á miðri nítjándu öld. Þá hét hún með-áfengissýki og náði yfir þau áhrif sem að alkar höfðu á maka sína. Fljótlega var tekið eftir að áhrifa áfengis gætti víðar. Þá kom nafnið para-alkóhólisti og tók til nánustu ættingja alkahólistans. 1978- 1980 kom svo nafnið meðvirkni.“ Áskorun er nýr efnisflokkur á Vísi þar sem við munum fjalla á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um meðvirkni þeirra sem áður kölluðust með-áfengisjúkir eða para-alkóhólistar: Ástvini og aðra vini og vandamenn fólks með fíknisjúkdóma. Meðvirkni hverfur ekki Halldóra Jónasdóttir hefur starfað sem fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ í yfir þrjátíu ár. Hún segir umræðuna gjarnan gengisfella þetta orð meðvirkni. Með þeim afleiðingum að fólk er ekki alltaf að skilja hvað meðvirkni felur í sér í raun. „Oft finnum við í samtölum um meðvirkni að fólk er að rugla þessu orði við það þegar við erum að hjálpa fólki eða að aðstoða það. Sem á alls ekkert alltaf við. Því þótt við séum almennileg eða að hjálpa öðru fólki, er ekki þar með sagt að við séum endilega meðvirk,“ segir Halldóra, alltaf kölluð Dóra. Hún segir meðvirkni eiga sér margar ólíkar birtingamyndir og einkenni meðvirkninnar geti líka breyst eftir því hvar við erum sjálf á æviskeiðinu eða í hvaða hlutverki við erum. „Að eiga aðstandanda í virkri neyslu hefur mikil áhrif á alla í fjölskyldunni. Eitt einkenni meðvirkninnar er þegar við förum að taka ábyrgð á líðan eða hegðun annarra, eða reynum jafnvel að stjórna hegðun annarra. Það hvernig við gerum þetta getur verið afar mismunandi eftir því hvort sá sem er í neyslu er makinn okkar eða við erum foreldri með ungmenni í neyslu og svo framvegis.“ Í fyrrgreindri ritgerð segir um útskýringar á meðvirkni: ,,Til að byrja með var hún skilgreind sem fylgifiskur alkóhólisma og tók til áhrifa sem að áfengisfíklar höfðu á fólk í umhverfi sínu. Meðvirkni hefur svo verið útskýrð á fleiri vegu. Hún er tilkomin vegna vanvirkrar fjölskyldu í æsku, vandamála í æsku, hún er sjúkdómur, lærð hegðun, persónuleika röskun eða fíkn. Hún kemur fram í lélegu sjálfsmati, afneitun tilfinninga, óhóflegri ábyrgðartilfinningu, vandamálum við að skilja mörk, lélegri tjáningar getu, áráttu, afneitun, þunglyndi, kvíða og stressi. Ekki upplifi allir öll einkennin né að einkennin komi eins fram.“ Í tali Dóru má einmitt heyra hversu ólík upplifun fólks og aðstæður geta verið sem búa við virka neyslu og dragast inn í munstur meðvirkni og vanlíðan. „Æska barns sem elst upp við foreldri í neyslu einkennist af áhyggjum og kvíða. Segjum til dæmis barn sem elst upp við það að mamma þeirra er drykkjusjúklingur. Þetta barn er stanslaust með áhyggjur af mömmu sinni: Hvernig verður mamma þegar ég kem heim? Hvernig er ástandið á henni núna? Þessari upplifun barnsins fylgir mikil kvíðatilfinning, sem er vond og erfið tilfinning og líðan. Það sama gerist hjá maka. Ímyndum okkur til dæmis að maðurinn þinn sé í virkri neyslu. Þá ertu kannski stanslaust að reyna að taka ábyrgð á hans hegðun og líðan, en líka alltaf með kvíða og áhyggjur af hlutum eins og: Týnir hann lyklunum? Týnir hann bílnum....? Enn eitt dæmið er að vera foreldri sem er með ungmenni í neyslu. Þar eru áhyggjur og kvíði einkennandi líka en hugsanirnar kannski ólíkar og frekar í átt við að vera: Ætlar hann að eyðileggja líf sitt með þessu? Eða mun ég fá símtal um að hann sé dáinn….?“ Dóra segir öll dæmin ólík innbyrðis en rauði þráðurinn hjá fólki sem er meðvirkt er oft þessi kvíðatilfinning og eins tilhneigingin til að reyna að taka ábyrgð á líðan og hegðun þess sem er í neyslu. Þá segir Dóra að ef ekkert er unnið úr meðvirkninni, geti hún orðið okkur fjötur um fót lengi á eftir. Aftur tökum við dæmi um barn sem elst upp við þær aðstæður að foreldrið er í neyslu. Þetta barn elst upp við mikið óöryggi og óvissu. Það getur ekkert farið. Og ef ekkert er að gert, getur þessi einstaklingur síðar meir lent í því að fara í samband þar sem það á erfitt með að setja mörk eða að skilgreina fyrir sjálfum sér: Hvað get ég ætlast til að fá frá hinum aðilanum? Samskipti og viðhorf geta litast af því sem þú upplifðir í æskunni, til dæmis það að treysta ekki á að staðið sé við hlutina því sem barn lærðir þú að lina áhrifin frá sviknum loforðum með því að treysta ekki um of á að loforð stæðust yfir höfuð.“ Í ljósi þessa má segja að meðvirknin hverfi ekkert endilega frá okkur ef ekkert er að gert. Þótt við séum orðin fullorðin eða komin í fjarlægð frá þeim ástvini okkar sem er eða var í virkri neyslu. Barn sem elst upp við til dæmis mikla drykkju foreldris upplifir oft miklar áhyggjur af foreldrinu, stöðunni heima og svo framvegis. Kvíðinn er viðvarandi og ef ekkert er unnið úr meðvirkninni getur tiltekið barn tekið með sér ákveðna hegðun inn í fullorðinsárin ómeðvitað: Í sín parasambönd, samskipti eða uppeldisaðferðir. Samviskubit og aðrar flóknar tilfinningar Í samtali við Dóru er ljóst að aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma upplifa margar flóknar tilfinningar. „Ég man til dæmis eftir systkinum sem voru orðin fullorðnir einstaklingar og komu til okkar á fjölskyldunámskeið. Þau viðurkenndu þó að hafa þurft þrjár tilraunir til að koma. Því þau voru með svo mikið samviskubit. Mamma þeirra drakk mikið, hafði þó staðið sig mjög vel lengi en nú var svo komið að þau höfðu hreinlega áhyggjur af því að þeirra eigin börn væru með mömmu sinni. Það sem vafðist hins vegar svo mikið fyrir þeim var þetta: Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína. Sem var auðvitað ekki málið en þeim leið samt þannig.“ Í þessu samhengi segir Dóra einmitt mikilvægt að skilja mikilvægi þess að aðskilja einstaklinginn sem við þekkjum frá sjúkdómnum sjálfum. „Börn elska foreldra sína. Að tala um móður sína sem er að drekka eða var kannski alltaf full þegar þú varst að alast upp þýðir ekki endilega að þér finnist ekki vænt um mömmu þína eða að það hafi ekki verið langir og góðir kaflar inn á milli.“ Þá segir hún dómhörkuna í umhverfinu vera mjög erfiða fyrir aðstandendur. Fólk er að fleygja setningum fram eins og Þú átt bara að fara frá honum og svo framvegis. Sem skilar engu öðru en því að viðkomandi aðstandandi fer bara að segja þér minna, treysta þér minna og vill ekki að þú vitir of mikið. Afleiðingin er oft sú að aðstandandinn fer að einangra sig meira en ella. Til að forðast þessa dómhörku frá öðrum.“ Enn eitt dæmið er upplifunin Hvað á ég að gera/má ég gera? Tökum sem dæmi yfirmaður sem er með starfsmann sem snýr aftur til starfa eftir fall. Starfsmaðurinn segist þó ekki þurfa á því að halda að fara í meðferð eða sækja fundi. Hvað á yfirmaðurinn að gera? „Þarna stendur yfirmaðurinn frammi fyrir því að velta fyrir sér: Er ég meðvirk/ur ef ég set ekki stólinn fyrir dyrnar og segi meðferð vera skilyrði? Eða er ég að hjálpa?,“ segir Dóra og bætir við að í þessu tilviki væri eflaust skynsamlegast fyrir tiltekinn yfirmann að velta því alvarlega fyrir sér: Hvað ætla ég að gera og hvernig ætla ég að bregðast við, ef þessi starfsmaður fellur aftur? Stundum erum við líka ekki alveg með skýra hugmynd um það hvað við erum að upplifa. „Oft koma til okkar fjölskyldur þar sem það kemur skýrt fram á fyrsta fundi að á þeirra heimili hafi aldrei verið ofbeldi. Mikil áhersla er lögð á þetta og samstaðan algjör hjá fjölskyldunni. Í þriðja eða fjórða samtali er hljóðið kannski orðið allt annað því þá hefur kannski þegar komið fram að alls kyns aðferðum hefur verið beitt: Til dæmis þvingunaraðferðir, þagnir, togstreita og spenna, stjórnsemi, óöryggið er viðvarandi og mikið og svo framvegis.“ Þá má nefna það munstur þegar ekki er hægt að skipuleggja neitt of langt fram í tímann, því allt gengur út á hegðun þess sem er í neyslu. „Ímyndum okkur til dæmis að þú hringir í vin og stingir upp á að þið vinahjónin skellið ykkur á sýningu í leikhúsi þann 15.maí. Og viðkomandi svarar: 15.maí – það er nú ekki einu sinni kominn maí enn þá! Skýringin á þessu getur verið að viðkomandi er alltaf á vaktinni og hefur ekki hugmynd um hvernig staðan verður á heimilinu þann 15.maí, mun makinn detta í það þá? Til þess að forðast erfiðar aðstæður, upplifir fólk sem er í meðvirkninni stöðuna oft þannig að það er einfaldlega ekki hægt að skipuleggja of langt fram í tímann.“ Stundum getur myndast mikil togstreita á milli systkina ef það er mikill aldursmunur á milli þeirra. Því þá er upplifun þeirra af ástandinu heima oft svo ólík. Sem dæmi má nefna ef elsta systkinið flytur snemma að heiman þar sem foreldri hefur verið í mikilli drykkju. Frásagnir elsta systkinis og yngsta systkinis eru oft eins og verið sé að lýsa tveimur ólíkum heimilum.Vísir/Getty Togstreita fjölskyldumeðlima Enn ein birtingarmyndin á því sem getur komið upp hjá aðstandendum er að upplifun þeirra innbyrðis er svo ólík. Ég nefni sem dæmi systkini þar sem aldursmunurinn er mikill á milli þess elsta og þess yngsta. Frásagnir þessara tveggja geta verið svo ólíkar að það er eins og það sé verið að lýsa aðstæðum á tveimur mismunandi heimilum. Elsta systkinið ólst upp við neyslu en flutti snemma að heiman. Það yngsta er mögulega að upplifa mun verri aðstæður þar sem neyslan hefur aukist enn meir. Við þetta getur myndast togstreita á milli systkinanna sjálfra. Þar sem það elsta fleygir kannski fram hlutum eins og „þú hefur nú alltaf verið dekruð og fengið allt upp í hendurnar, veist ekkert um hvað þú ert að tala….“ og svo framvegis.“ Þá segir Dóra reiði geta beinst að því foreldri sem er ekki í neyslu. „Það foreldri getur fengið að heyra frá börnunum sínum alls konar hluti eins og þú ert nú alltaf svo pirruð eða þú ert nú svo brjáluð í skapinu og svo framvegis. Reiðin beinist að foreldrinu sem ekki er í neyslu frekar en bleika fílnum sjálfum í stofunni. Það er einfaldlega vegna þess að það sem gerist þegar börn alast upp í þessum aðstæðum er að þau einfaldlega gera kröfu um að það foreldri sem ekki er í neyslu sé í lagi,“ segir Dóra og bætir við: „Börn sem gera þessa kröfu eru ekkert endilega meðvituð um það. Það eina sem þau vita er að þegar pabbi eða þegar mamma drekkur, þá breytist hann eða hún. Sem þýðir að þau verða að treysta á að það foreldri sem ekki er að drekka sig full eða í virkri neyslu, sem foreldrið sem er í lagi og þau geta þá stólað á.“ Þá segir Dóra líka algengt, sérstaklega þegar börnin eru ung, að þau í raun sjái aldrei foreldri sitt undir áhrifum. Heldur sé ástandið frekar eitthvað sem þau skynja. „Oft myndast togstreita og spenna á milli foreldra sem börnin upplifa. Þau skilja ekki beint hvað er að en finna samt vel að það er eitthvað að. Það er kannski allt í lagi og bara gaman heima alla vikuna. Síðan kemur helgi og þá er allt breytt. Og ömurlegir dagar sem fylgja á eftir þessari helgi. Án þess að þau viti í raun hvað hafi gerst.“ Þá segir hún sárindin geta varað svo lengi og stundum megi sjá hvernig elstu börnin eiga jafnvel erfitt með að fyrirgefa þótt foreldrið sé fyrir löngu hætt í neyslu. „Ég nefni sem dæmi systkini sem alast upp við það að þegar pabbi þeirra drakk var ofbeldið á heimilinu mjög mikið og gróft. Þau flytja að heiman og eru fyrir löngu orðin fullorðin þegar foreldrið síðan hættir að drekka. Þetta getur þýtt að yngstu systkinin alast upp við allt aðrar aðstæður. Foreldri sem drekkur ekki og ekkert ofbeldi á heimilinu. Elstu systkinin ná hins vegar ekki að yfirstíga gamlan sársauka og þegar fjölskyldan hittist þarf kannski nánast ekkert til, þá er rokið út í fússi og farið.“ Að sögn Dóru eru sjálfsásakanir líka algengar hjá aðstandendum. Sérstaklega foreldrum með ungmenni í neyslu. „Foreldrar eru sá hópur sem fara oft hvað mest í sjálfsásakanir eins og Hvað gerði ég vitlaust? Hvers vegna var ég ekki búin að átta mig á þessu? og svo framvegis. Þótt vitað sé að oft er skýringin á þessu einfaldlega sú að foreldrar þekkja ekki það umhverfi sem nú ríkir hjá unglingum eða hvaða efni eru þarna úti.“ Þegar að við viljum styðja við bakið á aðstandendum felst besta ráðið í því að vera helst ekkert að gefa nein ráð. Því oft leiðir það til þess að viðkomandi ástvinur, vinur eða vinkona bregst aðeins við með því að draga sig meira í hlé, segja okkur minna, treysta okkur fyrir færri hlutum og svo framvegis. Betra er að segja sem minnst en leggja þess í stað áherslu á að vera til staðar og hlusta.Vísir/Getty Góðu ráðin: Segjum sem minnst og dæmum ekki Að ofangreindu er ljóst að þær aðstæður og þær tilfinningar sem aðstandendur fólks með fíknisjúkdóma eru vægast sagt alls konar. Skapgerðarbrestir geta til dæmis verið mjög áberandi. „En ekkert endilega aðeins hjá þeim sem eru með fíknisjúkdóma. Stundum er það makinn sem er með erfiðu skapgerðarbrestina en ekki sá sem er í neyslu.“ Þá segir Dóra að þrátt fyrir mun meiri umræðu um fíknisjúkdóma, meðvirkni og annað þessu tengt nú miðað við áður, sé það almennt þannig að fólk reynir að fela ástandið eins og hægt er. „Feluleikurinn er enn mjög mikill og allsráðandi. Því með því að fela, er annað fólk ekki upplýst um að það sé eitthvað að heima hjá þér. Þar kemur líka inn þessi dómharka sem við ræddum áðan. Fólk vill fela aðstæðurnar til þess að forðast þessa dómhörku.“ En hvernig getum við þá aðstoðað fólk sem okkur þykir vænt um og viljum styðja í því að fá aðstoð til dæmis til að sporna við þessari meðvirkni? „Besta ráðið er í rauninni að þú gefir engin ráð. Því öllum er svo tamt að reyna að gefa góð ráð. Ég ætla að nefna sem dæmi vinkonur,“ segir Dóra og bætir við: „Ímyndum okkur að vinkona þín eigi maka í neyslu og þú vilt gefa henni góð ráð. Ósjálfrátt eru ráðin þín kannski þannig að það sé best fyrir vinkonu þína að fara frá manninum sínum, hóta að fara frá honum, setja honum mörk eða leita sér aðstoðar og svo framvegis. Þarna eru þínar skoðanir að virka á vinkonu þína sem dómharka. Hún í raun upplifir að þú ert ekki að skilja í hvaða aðstæðum hún er. Afleiðingin af þessu er að hún fer einfaldlega að segja þér minna, vera minna með þér, fela meira og treysta þér fyrir fáu.“ Hvað ætti ég þá að gera ef þetta væri til dæmis vinkonan mín? „Það væri miklu sniðugra fyrir þig að vera ekkert að tala um ástandið heima hjá henni eða hennar aðstæður yfir höfuð. Þú getur gefið henni góð ráð sem byggja á einhverju sem þú hefur reynslu sjálf. Til dæmis að þér finnist mjög nauðsynlegt að rækta sjálfan þig, taka þér þinn tíma til að gera eitthvað fyrir þig þótt það kosti að börnin og aðrir þurfi að sjá um sjálfan sig á meðan. Spyrja hana síðan hvernig hún geri þetta eða bíða og sjá hvað hún segir. Og leggja þá bara áherslu á að hlusta vel á það sem hún segir. Því hlustunin er þá besti stuðningurinn fyrir hana en ekki að þú sért með einhver góð ráð fyrir hennar aðstæður.“ Að þessu sögðu er ljóst að vinir og vandamenn geta þannig aukið á líkurnar að feluleikurinn verði enn meiri hjá viðkomandi, eða einangrunin, vegna þess að við erum ekki að gefa góð ráð í raun. „Þess vegna eru fjölskyldunámskeiðin okkar svo góð. Því þar upplifir maður það svo oft að þegar fólk kemur fyrst, þá er það í spennu, vill lítið segja og er enn að fela. En þegar á líður fer að slakna á því smátt og smátt áttar fólk sig á því að aðrir sem þarna eru, eru einfaldlega í nákvæmlega sömu aðstæðum og þú og þá er samtalið um góðu ráðin orðið allt annars eðlis.“ Dóra segir líka mikilvægt að nefna að hjá SÁÁ geta börn foreldra með fíknisjúkdóm fengið sálfræðiaðstoð. Fræðsla og samvera skiptir líka mjög miklu máli. Ekki síst fyrir foreldra sem vilja vera vakandi yfir því hvað er í gangi hjá þeirra unglingum. „Sjáðu til. Það gerist oft svo hratt og ómeðvitað að foreldrar jafnvel hitta ekki unglingana sína í einn og hálfan eða tvo daga. Þú kannski vaknar og ferð út áður en unglingurinn er vaknaður. Sem síðan er ekki kominn heim þegar þú kemur heim. Þú ert síðan sofnuð þegar unglingurinn kemur heim og án þess að þú áttir þig á því, hefur ekkert ykkar hist í hátt í tvo daga,“ segir Dóra, en um leið getum við sem foreldrar lært af og reynt að vera vakandi yfir því að svona staða komi ekki upp á heimilum með ungmenni. Í þessu samhengi má nefna sérstaklega að fyrir foreldra ungmenna yngri en 24 ára, er hægt að sækja sérstakt námskeið. „Námskeiðið kallast Foreldrafærni og á því eru áherslurnar aðeins öðruvísi. Til dæmis um það hvernig við setjum mörk." Dóra segir margt hægt að gera til að hjálpa fólki að komast úr vítahring meðvirkninnar. Það sem þá er unnið með er ekki hvort viðkomandi eigi að yfirgefa maka sinn eða eitthvað þannig. Heldur frekar að læra hvernig maður setur mörk, hvernig næ ég að breyta fyrir mig þannig að mér líði betur. Að fá viðurkenningu á sína líðan. Að læra á verkfæri sem hjálpa okkur í samskiptum eða gegn kvíða. Að gefa fólki fræðslu og upplýsingar og svo framvegis. Út á þetta gengur aðstoðin við fólk sem er fast í meðvirkninni. Ekki að segja þeim hvernig það á að haga lífi sínu. “
Geðheilbrigði SÁÁ Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Góðu ráðin Áskorun Fíkn Tengdar fréttir Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03