Vorið verður fremur svalt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2023 11:03 Einar Sveinbjörnsson segir að vorið verði svalt en maímánuður verði þurr. Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“ Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Einar fer yfir veðurspána fyrir síðustu daga apríl á vef sínum Blika.is. Hann segir meðalspána sýna mjög eindregna mynd. Hæðarsvæðið í suðaustri sé á undanhaldi og vægi þess flyst til vesturs og yfir Grænland. „Við það skiptir um vindátt í háloftunum. Í stað hagfelldrar S- og SA áttar með mildu veðri frá því um mánaðarmót, tekur nú við NV-átt í 500 hPa. Þetta er mikilvæg breyting og sést vel á fyrra kortinu,“ segir Einar. Hann segir þrýstifrávik í tíu daga spánni kunnugleg fyrir árstímann. „Almennt séð hár þrýstingur á okkar slóðum og með háþrýstimiðju yfir Grænlandi. En þó Grænlandshæðin sé oft áberandi á vorin, er henn nú spáð stærri og víðáttumeiri, en alla jafna.“ Hæðarsvæðið sést vel á kortunum hjá Einari. Fremur svalt verður í veðri en eiginleg vorhret ólíkleg. „Næturfrost regla, frekar en hitt, einkum um norðan- og norðaustantil og þar hæg framþróun vorgróandans,“ segir Einar. „Eins dregur úr leysingu á hálendinu frá því sem verið hefur. Í þurrara lagi verður sunnan- og vestantil, en kemur kannski ekki svo að sök, því nokkuð hefur rignt síðustu vikurnar. Þar hins vegar margir sólardagar.“ Maí þurrastur allra mánaða Hvað varðar framhaldið segir Einar á vef sínum Blika.is að safnspá sýni þrjá möguleika fyrir miðvikudaginn 3. maí. Allir geri þar ráð fyrir hæðarsvæði við landið og að mestu háþrýstisveigju í vindasvið háloftanna. Spáin gefi ekki tilefni til breytinga. „Staðviðri eru tíð í maí og veðurlag sjaldan þrálátara. Höfum hugfast að meðalloftþrýstingur er að jafnaði hæstur í maí hér á landi og hann er einnig þurrastur allra mánuða. Spárnar fram í maí ríma ágætlega við þann veruleika!“
Veður Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira