Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 22:01 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi. Vísir/Egill Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“ Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00