Hefur alvarlegar efasemdir um notkun einveruherbergja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 22:01 Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi. Vísir/Egill Fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf dregur alvarlega í efa notkun á svokölluðum einveruherbergjum, sem geti reynst börnum afar þungbært veganesti út í lífið. Það sé áhyggjuefni að ráðuneytið virðist ekki vilja banna þau sem meðferðarúrræði. Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“ Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Við greindum frá því í kvöldfréttum okkar í gær að brotið hefði verið gegn níu ára barni , sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í skóla í Hafnarfirði. Samkvæmt úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins var atvikið barninu, sem er greint með ADHD, mjög þungbært. Sigrún Júlíusdóttir prófessor emerita og klínískur félagsráðgjafi dregur alvarlega í efa úrræði eins og einveruherbergi, sem feli í sér ofbeldi og niðurlægingu. Þau stríði á móti öllum viðteknum hugmyndum um framkomu í garð fólks, sérstaklega barna. „Þetta getur kannski til lengri tíma haft þau áhrif að barn fær skerta sjálfsvirðingu en umfram allt missir það trú á aðrar manneskjur og getur ekki treyst. Það er þá þar af leiðandi afar illa í stakk búið til að fara út í lífið. Bæði félagslega og ekki síst tilfinningalega,“ segir Sigrún. „Við kunnum að tala við börn“ Eins og Sigrún hefur komið inn á í skrifum sínum er ráðuneytið með í vinnslu leiðbeinandi verklagsreglur um einveruherbergi. Afstaða ráðuneytisins er sú að ekki eigi að banna herbergin alfarið. „Ég hef áhyggjur af því, vegna þess að mér finnst að það að beita einhverri tegund ofbeldis á aldrei rétt á sér. Og allra síst í faglegu samhengi vegna þess að þar eru önnur ráð. Við kunnum að tala við börn. Við kunnum að veita börnum þannig styrk og stuðning að þau þurfi ekki að umturnast.“ Sigrún sat um tíma í vistheimilanefnd og segir að því miður séu mörg dæmi um að ofbeldisaðferðum sé beitt. Vísbendingar séu um þróun til betri vegar. „Umburðarlyndið [gagnvart ofbeldi], sem betur fer, er minna. Við látum ekki líðast, látum ekki viðgangast, að börn séu beitt slíkum aðferðum.“
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54 Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Slegið á fingur Hafnarfjarðarbæjar vegna einveruherbergisins Hafnarfjarðarbær braut lög við meðferð á máli barns, sem var gegn vilja sínum flutt í svokallað einveruherbergi í grunnskóla í bænum. Þetta kemur fram í sérstöku áliti mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu, þar sem ráðuneytið gagnrýnir meðal annars samskipti bæjarstarfsmanna við foreldra barnsins eftir atvikið. 24. apríl 2023 11:54
Stjórnvöld gefast upp á farsæld barna Stjórnvöld hafa gefist upp á farsæld barna. Þau leggja fram einhver frumvörp, setja göfug markmið, senda út fallegar yfirlýsingar til fjölmiðla, halda ráðstefnur og hrósa sjalfum sér daglega. En hvað skilja þau eftir? 24. apríl 2023 11:00