Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. apríl 2023 12:10 Sonja Ýr segir að ljóst sé að þjónusta verði skert í einhverjum leikskólum og jafnvel muni koma til lokana. BSRB Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira