Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2023 17:24 Skipulagsbreytingar voru kynntar á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Kópavogsbær Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs. Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum bæjarins við fyrirspurn Vísis. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, lagði í gær fram tillögur um breytingar á starfsemi menningarhúsanna og að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Stöðugildum fækkað og fjölgað Í svörum bæjarins kemur fram að í Bókasafni Kópavogs muni tveir starfsmenn missa vinnuna. Þá hefur starfsfólki í Náttúrufræðistofnun Kópavogs verið tilkynnt um að uppsagnir taki gildi 1. júní og er um að ræða 5,25 stöðugildi á höndum sjö starfsmanna, að sögn svara frá upplýsingafulltrúa bæjarins. Segir í svörunum að stöðugildum við Gerðarsafn verði fjölgað um þrjú og safnhluti Náttúrufræðistofu heyra undir safnið. Því muni fylgja stöðugildi. „Þess vegna er heildar fækkun stöðugilda fjögur, eins og fram kemur í tillögum bæjarstjóra að nýjum sóknarfærum í starfsemi menningarhúsa Kópavogsbæjar,“ segir í svörum bæjarins. „Þess má geta að samþykkt hefur verið að leggja Héraðsskjalasafn Kópavogs niður en enn á eftir að vinna að útfærslu þess, ásamt því að ræða við Þjóðskjalasafn Íslands. Ekki hefur komið til uppsagna að svo stöddu. Ekki er um hópuppsögn að ræða.“ Uppfært klukkan 23:46: Í upprunalegu fréttinni stóð að fjórir myndu missa vinnuna vegna breytinga á menningarhúsum Kópavogs. Hið rétta er að stöðugildum mun fækka um fjögur í menningarhúsum. Hins vegar munu samanlagt níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga í menningarhúsum og vegna uppsagna í náttúrufræðistofu Kópavogs og bókasafni Kópavogs.
Kópavogur Söfn Menning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. 26. apríl 2023 07:31