Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 08:11 Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir sambandið hafna kröfum BSRB. Vísir/Sigurjón Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira