Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 12:02 Þingið leggst vel í Ólöfu Helgu sem er annar frambjóðandinn til embættis forseta ASÍ. Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira