„Við stækkuðum um helming“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 20:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. „Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti