Kemur frá Belgíu og er heltekin af Íslandi: „Ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 07:01 Annelies segist reglulega vera spurð hvort hún sé ekki komin með leið á Íslandi. Svarið er alltaf nei. Hún segist stöðugt vera að uppgötva nýja staði, ekki síst vegna þess hversu mikill munur er á Íslandi á veturna og sumrin. Aðsend Hin belgíska Annelies Barentsen varð ástfangin af Íslandi þegar hún heimsótti landið í fyrsta skipti fyrir tíu árum. Síðan þá hefur notað hvert tækifæri til að ferðast hingað og hún hætti að telja fjölda ferðanna eftir tuttugu skipti. Hún kveðst vera heltekin af landinu, og hefur nú stofnað ferðaskrifstofu í þeim tilgangi að gera samlöndum sínum kleift að uppgötva Ísland. Annelies er 41 árs og er fædd og uppalin í Kontich, 20 þúsund manna sveitarfélagi í belgíska héraðinu Antwerpen. Þegar hún var lítil stelpa ferðaðist hún víða erlendis með foreldrum sínum, meðal annars til Norðurlandanna. „Við ferðuðumst oft til Noregs, þannig að ég var snemma vön ferðalögum sem innihéldu útivist, frekar en en þessi dæmigerðu fjölskyldufrí þar sem þú liggur á sólarströnd,“ segir Annelies í samtali við Vísi. Það vekur athygli blaðamanns þegar rætt er við Annelies að hún talar nánast lýtalausa íslensku. Hún byrjaði að læra málið árið 2017 og í dag nýtur hún þess að lesa íslenskar bækur og horfa á íslenska sjónvarpsþætti. Tölvupóstar og beiðnir sem hún sendir fyrir hönd ferðaskrifstofunnar á hina og þessa ferðaþjónustuaðila eru allir á íslensku. Hún hefur jafnvel lent í því að vera spurð frá hvaða landshluta hún sé, sem sýnir hversu hratt hún hefur náð að tileinka sér málið. Sjálf segir hún það hafa opnað margar dyr að geta átt samskipti við Íslendinga á þeirra eigin tungumáli. „Íslendingar geta verið dálítið lokaðir við fyrstu kynni, en um leið og þú segir við þá nokkur orð á þeirra eigin tungumáli þá líður ekki á löngu þar til þér er boðið inn í kaffi og köku!“ Ást við fyrstu sýn Árið 2012 var Annelies í hópferð um þjóðgarða í Bandaríkjunum. Nokkrir ferðafélagar hennar fóru að segja henni frá Íslandi. „Nokkrir aðrir úr hópnum bentu mér á að ferðast til Íslands, vegna víðáttunnar og náttúrunnar. Sumarið 2013 skráði ég mig síðan í hópferð til Íslands. Ég sá ótrúlegar hraunbreiður út um gluggann á flugvélinni og ég varð strax ástfangin af landinu- áður en við lentum! Ein konan úr hópnum hafði farið til Íslands að vetri til og hún sagði mér að landið væri allt öðruvísi á þeim árstíma. Ég heimsótti Ísland þess vegna aftur að vetri til, síðan kom ég aftur um sumarið til að ferðast um Vestfirðina og svo aftur þegar eldgosið var í Bárðarbungu. Það var reyndar langþráður draumur sem rættist hjá Annelies þegar hún fékk tækifæri til að sjá eldgosið í Bárðarbungu. „Ég eyddi mánaðarlaunum í þyrluflug, en það var svo sannarlega þess virði. Ég kom svo aftur til að skoða Vestmannaeyjar og Þórsmörk og kom svo aftur til að fara á sumarnámskeið í íslensku á Ísafirði. Mér tókst alltaf að finna nýju ástæðu til að koma til Íslands og kanna meira.“ Þegar eldgosið varð árið 2021 varð Annelies háð því að fara í fjallgöngur upp að gosinu.Aðsend Annelies byrjaði síðan að vinna sem fararstjóri á Íslandi, fyrir hópa ferðamanna frá Belgíu. Þegar heimsfaraldurinn skall á var hún svo heppin að geta unnið aðalstarfið sitt í fjarvinnu frá Íslandi. Þegar eldgosið varð árið 2021 varð hún að eigin sögn háð því að fara í fjallgöngur upp að gosinu. Annelies segist reglulega vera spurð hvort hún sé ekki komin með leið á Íslandi. Svarið er alltaf nei. Hún segist stöðugt vera að uppgötva nýja staði, ekki síst vegna þess hversu mikill munur er á Íslandi á veturna og sumrin. „Ísland er einfaldlega alltaf að koma mér á óvart,“ segir hún. Margt ólíkt með Íslandi og Belgíu Hvað er það sem heillar þig svona mikið við Ísland? „Náttúran! Eldfjöll, eldgos, jöklar, endalaust útsýni, hreina vatnið, heitu náttúrulaugarnar, norðurljósin. Og að sjálfsögðu allt fólkið sem ég hef hitt á ferðum mínum um landið.“ Hún segir margt ólíkt með Íslandi og Belgíu og þá helst náttúran. „Ísland er samanstendur af tærri náttúru, fjöllum, hreinu lofti, frískandi vatni, heitum pottum – og Belgía samanstendur af byggingum. Það er mikið af fallegum byggingum og söfnum í Belgíu en loftið er mengaðra, vatn og rafmagn er dýrara og náttúran er, að mínu mati, ekki eins heillandi og á Íslandi. Ég er kannski ekki heppilegur fulltrúi fyrir Belgíu, en ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland!" Ég hef heimsótt landið reglulega í tíu ár og ég er ennþá jafn brjálæðislega ástfangin af landinu og ég var þegar ég kom hingað fyrst. Það er líka meginmunur á Íslendingum og Belgum sem Annelies segist hafa tekið eftir. Það er hugtakið „þetta reddast.“ „Íslendingar lifa í mómentinu. Óstöðugt veðurfar gerir það að verkum að Íslendingar eiga mun erfiðara með að skipuleggja fram í tímann,“ segir hún og bætir við að þetta sé eitthvað sem hún þurft að læra með tímanum. Dreymir um að flytja til Íslands Sem fyrr segir hefur Annelies nú sett á laggirnar ferðaskrifstofuna Fossana sem einblínir einungis á ferðir til Íslands. „Markmiðið mitt er að gefa öðrum ferðamönnum tækifæri á að upplifa það sama og ég. Þetta byrjaði þannig að ég var alltaf að birta myndir og færslur um Ísland á Facebook og Instagram og í kjölfarið fór ég að fá beiðnir frá vinum sem vildu ferðast til Íslands og vantaði ráð. Á endanum ákvað ég að stofna mitt eigið fyrirtæki í kringum þetta, þar sem ég sé um að bóka flug, gistingu og skemmtiferðir,“ segir Annelies og bætir við að viðskiptavinirnir eigi auðvelt með að treysta henni, þar sem hún hafi sjálf farið á alla þessa staði. Hún eigi því auðvelt með að sérsníða ferðirnar að þörfum hvers og eins. Ferðaskrifstofan hefur verið að þróast og dafna hægt og rólega undanfarin misseri, þökk sé góðum umsögnum, og Annelies fær nú stöðugt fleiri beiðnir um bókanir. Hana dreymir um að flytja til Íslands einhvern daginn, en hér er dýrt að búa, og enn sem komið er þá er rekstur ferðaskrifstofunnar er einungis hlutastarf, meðfram aðalstarfi hennar hjá Háskólanum í Antwerp. „Það að reka ferðaskrifstofuna sem einblínir á Íslandsferðir hefur ýtt mér út í að sækja mér ennþá meiri þekkingu á Íslandi, og bæta íslenskukunnáttuna mína.“ Hún segir marga óttast kuldann á Íslandi en hún bendi fólki á að hitastigið sé alls ekki svo slæmt. Ferðamenn sem hingað koma þurfa að hennar mati að vera við öllu búnir. „Þó svo að fólk þurfi að gera ráð fyrir óútreiknanlegu veðri, sérstaklega á veturna, þá er best að ferðast til Íslands með opnum huga.“ Hún segist einnig reglulega fá fyrirspurnir um hátt verðlag hér á landi. Hún bendi fólki á að vissulega sé Ísland dýrt land en það sé margt sem vegi upp á móti, til að mynda hreina vatnið og orkulindirnar. Annelies bætir við að hún taki eftir miklum áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum, og hún bendi þeim ávallt á að skipuleggja ferðir sínar vel fram í tímann. „Eftirspurnin er meiri en framboðið, sérstaklega þegar kemur að gistingu.“ Annelies segir að með ferðaskrifstofunni fái hún tækifæri til að eyða meiri tíma á Íslandi og á sama tíma fái hún tækifæri til að deila þekkingu sinni á landinu með öðrum. „Það er í raun ekki hægt að heimasækja Ísland og ná að upplifa allt sem landið býður upp á í einni ferð. Landið er þannig að þú einfaldlega verður að koma til baka.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Belgía Íslandsvinir Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Annelies er 41 árs og er fædd og uppalin í Kontich, 20 þúsund manna sveitarfélagi í belgíska héraðinu Antwerpen. Þegar hún var lítil stelpa ferðaðist hún víða erlendis með foreldrum sínum, meðal annars til Norðurlandanna. „Við ferðuðumst oft til Noregs, þannig að ég var snemma vön ferðalögum sem innihéldu útivist, frekar en en þessi dæmigerðu fjölskyldufrí þar sem þú liggur á sólarströnd,“ segir Annelies í samtali við Vísi. Það vekur athygli blaðamanns þegar rætt er við Annelies að hún talar nánast lýtalausa íslensku. Hún byrjaði að læra málið árið 2017 og í dag nýtur hún þess að lesa íslenskar bækur og horfa á íslenska sjónvarpsþætti. Tölvupóstar og beiðnir sem hún sendir fyrir hönd ferðaskrifstofunnar á hina og þessa ferðaþjónustuaðila eru allir á íslensku. Hún hefur jafnvel lent í því að vera spurð frá hvaða landshluta hún sé, sem sýnir hversu hratt hún hefur náð að tileinka sér málið. Sjálf segir hún það hafa opnað margar dyr að geta átt samskipti við Íslendinga á þeirra eigin tungumáli. „Íslendingar geta verið dálítið lokaðir við fyrstu kynni, en um leið og þú segir við þá nokkur orð á þeirra eigin tungumáli þá líður ekki á löngu þar til þér er boðið inn í kaffi og köku!“ Ást við fyrstu sýn Árið 2012 var Annelies í hópferð um þjóðgarða í Bandaríkjunum. Nokkrir ferðafélagar hennar fóru að segja henni frá Íslandi. „Nokkrir aðrir úr hópnum bentu mér á að ferðast til Íslands, vegna víðáttunnar og náttúrunnar. Sumarið 2013 skráði ég mig síðan í hópferð til Íslands. Ég sá ótrúlegar hraunbreiður út um gluggann á flugvélinni og ég varð strax ástfangin af landinu- áður en við lentum! Ein konan úr hópnum hafði farið til Íslands að vetri til og hún sagði mér að landið væri allt öðruvísi á þeim árstíma. Ég heimsótti Ísland þess vegna aftur að vetri til, síðan kom ég aftur um sumarið til að ferðast um Vestfirðina og svo aftur þegar eldgosið var í Bárðarbungu. Það var reyndar langþráður draumur sem rættist hjá Annelies þegar hún fékk tækifæri til að sjá eldgosið í Bárðarbungu. „Ég eyddi mánaðarlaunum í þyrluflug, en það var svo sannarlega þess virði. Ég kom svo aftur til að skoða Vestmannaeyjar og Þórsmörk og kom svo aftur til að fara á sumarnámskeið í íslensku á Ísafirði. Mér tókst alltaf að finna nýju ástæðu til að koma til Íslands og kanna meira.“ Þegar eldgosið varð árið 2021 varð Annelies háð því að fara í fjallgöngur upp að gosinu.Aðsend Annelies byrjaði síðan að vinna sem fararstjóri á Íslandi, fyrir hópa ferðamanna frá Belgíu. Þegar heimsfaraldurinn skall á var hún svo heppin að geta unnið aðalstarfið sitt í fjarvinnu frá Íslandi. Þegar eldgosið varð árið 2021 varð hún að eigin sögn háð því að fara í fjallgöngur upp að gosinu. Annelies segist reglulega vera spurð hvort hún sé ekki komin með leið á Íslandi. Svarið er alltaf nei. Hún segist stöðugt vera að uppgötva nýja staði, ekki síst vegna þess hversu mikill munur er á Íslandi á veturna og sumrin. „Ísland er einfaldlega alltaf að koma mér á óvart,“ segir hún. Margt ólíkt með Íslandi og Belgíu Hvað er það sem heillar þig svona mikið við Ísland? „Náttúran! Eldfjöll, eldgos, jöklar, endalaust útsýni, hreina vatnið, heitu náttúrulaugarnar, norðurljósin. Og að sjálfsögðu allt fólkið sem ég hef hitt á ferðum mínum um landið.“ Hún segir margt ólíkt með Íslandi og Belgíu og þá helst náttúran. „Ísland er samanstendur af tærri náttúru, fjöllum, hreinu lofti, frískandi vatni, heitum pottum – og Belgía samanstendur af byggingum. Það er mikið af fallegum byggingum og söfnum í Belgíu en loftið er mengaðra, vatn og rafmagn er dýrara og náttúran er, að mínu mati, ekki eins heillandi og á Íslandi. Ég er kannski ekki heppilegur fulltrúi fyrir Belgíu, en ég get bara ekki sagt neitt neikvætt um Ísland!" Ég hef heimsótt landið reglulega í tíu ár og ég er ennþá jafn brjálæðislega ástfangin af landinu og ég var þegar ég kom hingað fyrst. Það er líka meginmunur á Íslendingum og Belgum sem Annelies segist hafa tekið eftir. Það er hugtakið „þetta reddast.“ „Íslendingar lifa í mómentinu. Óstöðugt veðurfar gerir það að verkum að Íslendingar eiga mun erfiðara með að skipuleggja fram í tímann,“ segir hún og bætir við að þetta sé eitthvað sem hún þurft að læra með tímanum. Dreymir um að flytja til Íslands Sem fyrr segir hefur Annelies nú sett á laggirnar ferðaskrifstofuna Fossana sem einblínir einungis á ferðir til Íslands. „Markmiðið mitt er að gefa öðrum ferðamönnum tækifæri á að upplifa það sama og ég. Þetta byrjaði þannig að ég var alltaf að birta myndir og færslur um Ísland á Facebook og Instagram og í kjölfarið fór ég að fá beiðnir frá vinum sem vildu ferðast til Íslands og vantaði ráð. Á endanum ákvað ég að stofna mitt eigið fyrirtæki í kringum þetta, þar sem ég sé um að bóka flug, gistingu og skemmtiferðir,“ segir Annelies og bætir við að viðskiptavinirnir eigi auðvelt með að treysta henni, þar sem hún hafi sjálf farið á alla þessa staði. Hún eigi því auðvelt með að sérsníða ferðirnar að þörfum hvers og eins. Ferðaskrifstofan hefur verið að þróast og dafna hægt og rólega undanfarin misseri, þökk sé góðum umsögnum, og Annelies fær nú stöðugt fleiri beiðnir um bókanir. Hana dreymir um að flytja til Íslands einhvern daginn, en hér er dýrt að búa, og enn sem komið er þá er rekstur ferðaskrifstofunnar er einungis hlutastarf, meðfram aðalstarfi hennar hjá Háskólanum í Antwerp. „Það að reka ferðaskrifstofuna sem einblínir á Íslandsferðir hefur ýtt mér út í að sækja mér ennþá meiri þekkingu á Íslandi, og bæta íslenskukunnáttuna mína.“ Hún segir marga óttast kuldann á Íslandi en hún bendi fólki á að hitastigið sé alls ekki svo slæmt. Ferðamenn sem hingað koma þurfa að hennar mati að vera við öllu búnir. „Þó svo að fólk þurfi að gera ráð fyrir óútreiknanlegu veðri, sérstaklega á veturna, þá er best að ferðast til Íslands með opnum huga.“ Hún segist einnig reglulega fá fyrirspurnir um hátt verðlag hér á landi. Hún bendi fólki á að vissulega sé Ísland dýrt land en það sé margt sem vegi upp á móti, til að mynda hreina vatnið og orkulindirnar. Annelies bætir við að hún taki eftir miklum áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum, og hún bendi þeim ávallt á að skipuleggja ferðir sínar vel fram í tímann. „Eftirspurnin er meiri en framboðið, sérstaklega þegar kemur að gistingu.“ Annelies segir að með ferðaskrifstofunni fái hún tækifæri til að eyða meiri tíma á Íslandi og á sama tíma fái hún tækifæri til að deila þekkingu sinni á landinu með öðrum. „Það er í raun ekki hægt að heimasækja Ísland og ná að upplifa allt sem landið býður upp á í einni ferð. Landið er þannig að þú einfaldlega verður að koma til baka.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Belgía Íslandsvinir Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira