Rakel Orra segir litlu brjóstin hafa verið lykilinn að heilsunni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. maí 2023 10:01 Rakel Orradóttir fékk heilsuna aftur eftir að hún lét fjarlægja sílíkonpúðana úr brjóstunum. Thelma Arngríms „Brjóstin skipta ekki máli ef þú hefur heilsuna þína,“ segir Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, sem endurheimti heilsuna eftir að hún lét fjarlægja sílíkonpúða úr brjóstunum á sér fyrir rúmum sjö vikum síðan. Í nokkur ár hafði Rakel gengið á milli lækna í leit að svörum við óútskýrðri þreytu og líkamlegum kvillum sem hún gerði sér ekki grein fyrir að gæti tengst sílíkonpúðunum í brjóstunum. „Ég fór að fá rosalega mikla verki í liðina, þurra húð, útbrot á líkamann og fékk aldrei neinar útskýringar. Ég var í raun farin að sætta mig við það,“ segir Rakel. Thelma Arngríms Í lok árs 2022 var heilsuleysið orðið verulega hamlandi þar sem Rakel komst ekki fram úr rúminu. „Ég var með svo mikla verki í liðunum, þreytt, pirring í líkamanum og búið að greina mig með sjálfsónæmissjúkdóminn IBS,“ segir Rakel sem hafði prófað hin ýmsu lyf. Ekkert þeirra hafði þó skilað tilætluðum árangri. „Ég var komin í ferli til að kanna hvort ég væri með vefjagigt. Í heimsókn hjá heimilislækninum spurði hann hvort ég væri með sílikon í brjóstunum sem gætu hugsanlega vera orsakavaldurinn,“ segir Rakel. Verkjalaus og full af orku Í fyrstu þótti Rakel það erfið tilhugsun að brjóstin væru orsakavaldurinn. „Ég fór svo að setja það á vogarskálarnar. Brjóstin eru núll prósent virði ef þú hefur ekki heilsuna þína,“ segir Rakel sem fór og hitti lýtalækni í kjölfarið sem sagði einkenni hennar lýsandi fyrir BII, eða breast implant illness. „Mér leið í fyrsta skipti eins og einhver hlustaði á mig,“ segir Rakel. Hún er nú verkjalaus og full af orku eftir að púðarnir voru fjarlægðir. Að sögn Rakelar áttaði hún sig fljótt á því að stærð brjóstanna skipti ekki máli þegar kæmi að hennar kynferðislega öryggi. Það fælist í hennar eigin sjálfsöryggi og fyrir hvað hún stæði. „Ég settist niður með sjálfri mér og spurði mig hvert mitt virði væri. Svarið var engan veginn brjóstin á mér. Mitt virði er mín einlægni og hvernig ég kem fram við sjálfa mig, fólkið í kringum mig og ókunnuga. Mitt virði er það sem ég get gefið af mér og það sem ég áorka og mín gildi í lífinu,“ segir Rakel. „Þegar ég sá þetta svona þá fannst mér þetta bara no brainer,“ segir Rakel. Hún segist ekki sjá eftir ákvörðuninni í eina sekúndu. „Svo skemmir það ekki fyrir að fá að kaupa sér ný undirföt og bikiní,“ segir Rakel og hlær. Tvítug með lítið sjálfstraust Rakel var tuttugu og eins árs þegar hún eignaðist eldri dóttur sína. Hún rifjar upp hvernig hún hafi gert allt til þess að fá sér sílíkon í von um aukið sjálfstraust. „Ég var nýbúin að vera með barn á brjósti og gat ekki verið með lítil krumpubrjóst. Ég tók einhvern yfirdrátt, algjör klikkun,“ segir Rakel um ákvörðunina fyrir rúmum fimmtán árum síðan. Rakel rúmlega tvítug. „Núna er ég í skál AA en var í D. Ég elska þessi litlu brjóst sem gáfu mér heilsuna mína til baka og er svo þakklát að þetta hafi verið málið,“ segir Rakel einlæg. View this post on Instagram A post shared by (@rakelorra) Lýtalækningar Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í nokkur ár hafði Rakel gengið á milli lækna í leit að svörum við óútskýrðri þreytu og líkamlegum kvillum sem hún gerði sér ekki grein fyrir að gæti tengst sílíkonpúðunum í brjóstunum. „Ég fór að fá rosalega mikla verki í liðina, þurra húð, útbrot á líkamann og fékk aldrei neinar útskýringar. Ég var í raun farin að sætta mig við það,“ segir Rakel. Thelma Arngríms Í lok árs 2022 var heilsuleysið orðið verulega hamlandi þar sem Rakel komst ekki fram úr rúminu. „Ég var með svo mikla verki í liðunum, þreytt, pirring í líkamanum og búið að greina mig með sjálfsónæmissjúkdóminn IBS,“ segir Rakel sem hafði prófað hin ýmsu lyf. Ekkert þeirra hafði þó skilað tilætluðum árangri. „Ég var komin í ferli til að kanna hvort ég væri með vefjagigt. Í heimsókn hjá heimilislækninum spurði hann hvort ég væri með sílikon í brjóstunum sem gætu hugsanlega vera orsakavaldurinn,“ segir Rakel. Verkjalaus og full af orku Í fyrstu þótti Rakel það erfið tilhugsun að brjóstin væru orsakavaldurinn. „Ég fór svo að setja það á vogarskálarnar. Brjóstin eru núll prósent virði ef þú hefur ekki heilsuna þína,“ segir Rakel sem fór og hitti lýtalækni í kjölfarið sem sagði einkenni hennar lýsandi fyrir BII, eða breast implant illness. „Mér leið í fyrsta skipti eins og einhver hlustaði á mig,“ segir Rakel. Hún er nú verkjalaus og full af orku eftir að púðarnir voru fjarlægðir. Að sögn Rakelar áttaði hún sig fljótt á því að stærð brjóstanna skipti ekki máli þegar kæmi að hennar kynferðislega öryggi. Það fælist í hennar eigin sjálfsöryggi og fyrir hvað hún stæði. „Ég settist niður með sjálfri mér og spurði mig hvert mitt virði væri. Svarið var engan veginn brjóstin á mér. Mitt virði er mín einlægni og hvernig ég kem fram við sjálfa mig, fólkið í kringum mig og ókunnuga. Mitt virði er það sem ég get gefið af mér og það sem ég áorka og mín gildi í lífinu,“ segir Rakel. „Þegar ég sá þetta svona þá fannst mér þetta bara no brainer,“ segir Rakel. Hún segist ekki sjá eftir ákvörðuninni í eina sekúndu. „Svo skemmir það ekki fyrir að fá að kaupa sér ný undirföt og bikiní,“ segir Rakel og hlær. Tvítug með lítið sjálfstraust Rakel var tuttugu og eins árs þegar hún eignaðist eldri dóttur sína. Hún rifjar upp hvernig hún hafi gert allt til þess að fá sér sílíkon í von um aukið sjálfstraust. „Ég var nýbúin að vera með barn á brjósti og gat ekki verið með lítil krumpubrjóst. Ég tók einhvern yfirdrátt, algjör klikkun,“ segir Rakel um ákvörðunina fyrir rúmum fimmtán árum síðan. Rakel rúmlega tvítug. „Núna er ég í skál AA en var í D. Ég elska þessi litlu brjóst sem gáfu mér heilsuna mína til baka og er svo þakklát að þetta hafi verið málið,“ segir Rakel einlæg. View this post on Instagram A post shared by (@rakelorra)
Lýtalækningar Heilsa Ástin og lífið Tengdar fréttir „Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01 Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóðurauga á öðru og það var blóð út um allt“ Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir. 23. september 2021 06:01
Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. 24. mars 2021 06:01