Fótbolti

Klopp kærður af enska knatts­spyrnu­sam­bandinu fyrir um­mælin um Tier­n­ey

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jürgen Klopp er alveg viss um að Paul Tierney hafi eitthvað á móti sér og sínu liði.
Jürgen Klopp er alveg viss um að Paul Tierney hafi eitthvað á móti sér og sínu liði. Julian Finney/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir ummæli hans um dómarann Paul Tierney eftir 4-3 sigur liðsins gegn Tottenham um liðna helgi.

Klopp var allt annað en sáttur við dómarann eftir dramatískan sigur Liverpool á sunnudaginn og sagðist hann vera viss um að Tierney hefði eitthvað á móti Liverpool. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Klopp gagnrýnir Tierney, en þjálfarinn sagði svipaða hluti um dómarann eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Tottenham fyrir tæpum tveimur árum.

Enska knattspyrnusambandið hefur nú ákveðið að kæra Klopp fyrir ummæli sín og er honum gefið að sök að hafa vegið að heiðri Tierney sem dómara.

Þjálfarinn hefur nú fram á föstudag til að áfrýja kærunni.

Á blaðamannafundi í dag sagðist Klopp sjá eftir ummælum sínum. Hann sagðist þó ekki telja sig hafa farið með rangt mál, en viðurkennir að hann hefði betur látið ýmislegt ósagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×