„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 10:11 Kristín Heba Gísladóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýna að nærri helmingur fólks á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum milli ára. Einstæðir foreldrar og innflytjendur eru þeir hópar sem koma verst út úr könnuninni. „Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal
Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira