„Ætli ég sofi ekki bara í bílnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 19:41 Ólafur segir þá feðga hafa verið afar hissa á hörkunni sem þeir hafi mætt af hálfu leigufélagsins. Ólafur Snævar Ögmundsson Áttræður maður var á þriðjudaginn borinn út úr íbúð sinni sem hann hafði á leigu hjá Ölmu leigufélagi. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. „Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag: Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segir að hópur starfsmanna frá leigufélaginu auk lögreglu hafi skyndilega mætt heim til sín á þriðjudaginn og skipað honum og syni hans, Auðunni Snævarri Ögmundssyni, að pakka saman öllu sínu hafurtaski. „Þeir mættu bara og hirtu allt okkar dót. Við gátum ekki sett í neinar töskur því við eigum engar töskur og þá bara tóku þeir allt saman og settu í plastpoka. Alveg sama hvort það væri brothætt eða ekki. Það var allt tekið. Minjagripir, fjölskyldumyndir, albúm. Allt saman.“ Fékk Covid á versta tíma Tæpt ár eru síðan þeir Ólafur og Auðunn fluttu inn í íbúðina. Ólafur hafði veikst alvarlega á Spáni og var með Covid skömmu áður en hann fékk leigusamning hjá Ölmu. „Ég kom heim og lenti á spítala. Svo fékk ég að leiga þessa íbúð og borgaði fyrirframgreiðslu sem ég veit ekkert hvort þeir hafi tekið til greina eða ekki. Nema hvað að svo er eitthvað ský yfir manni og ég var eitthvað á eftir og borgaði ekki leigu fyrstu tvo mánuðina en síðan hefur aldrei staðið á greiðslu hjá mér.“ Veit ekki hvað tekur við Sonur Ólafs, Auðunn, segir að þeir feðgar hafi verið með Umboðsmann skuldara í öllum sínum málum. „Hann var nýbúinn að vera í sambandi við Ölmu og okkur grunaði það því alls ekki að þetta yrði staðan.“ Þeir feðgar hafi alltaf greitt leiguna á réttum tíma og viljað leysa málið. „Það eina sem lág á íbúðinni voru þessar upphafsgreiðslur og umboðsmaðurinn var með þetta á sínum snærum.“ Sjálfur segir Auðunn að hann muni dvelja hjá systur Ólafs sem býr á Eyrarbakka. „Annars höfum við verið á hóteli undanfarna daga en svo fer ég til systur pabba.“ Ólafur segist ekki vita hvert hann leitar. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir því við að óvissan sé algjör. „Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“ Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Frettin.is, ræddi við feðgana eftir að þeir voru bornir út á þriðjudag:
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira