Vinkonur hennar í Reykjavíkurdætrum voru að sjálfsögðu viðstaddar veisluna, líkt og sjá má á Instagram. Um var að ræða veglega veislu á eyjunni Djerba í Túnis sem stóð yfir í þrjá daga.
Steiney Skúladóttir, vinkona hennar og Reykjavíkurdóttir var meðal gesta. Hún var himinlifandi með gleðina, enda sveif ástin yfir vötnum.
Hjónin munu nú skella sér í brúðkaupsferð til Kúbu. Þaðan munu þau svo fara heim á leið þar sem þau búa saman á Spáni.