„Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. maí 2023 20:01 Mæðgurnar Ástrós og Judite Guðbjörg geta ekki hugsað sér að hundurinn Bjartur verði tekinn af heimilinu. Vísir/Dúi „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir dóttir konu sem tók að sér hund systur sinnar sem lést úr krabbameini. Nágrannar eru ósáttir við veru hundsins í húsinu þrátt fyrir að þeir búi ekki á sama stigagangi. Enginn hefur borið fyrir sig ofnæmi né ónæði. Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra. Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í vikunni berst Ástrós Una nú fyrir því að fá að halda hundinum Bjarti, en systir hennar, Arndís Halla, var eigandi hans. Hún lést fyrir fjórum árum. Ástrós og dætur hennar tóku við Bjarti eftir að Arndís lést, og býr fjölskyldan nú í fjölbýlishúsi á Akranesi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heimsóttum við Bjart og fjölskyldu. Innslagið má sjá hér að neðan. Samkvæmt núverandi löggjöf þurfa tveir þriðju eigenda íbúða í fjölbýli að samþykkja hunda eða kattahald, það er þeirra sem deila sama stigagangi eða inngangi. Ástrós hefur fengið þetta samþykki hjá íbúum í hennar stigagangi, en íbúar sem búa í öðrum stigagangi hafa kvartað yfir hundinum og borið fyrir sig að sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins. Enginn borið fyrir sig ofnæmi né ónæði Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. Ástrós segist ekki vita ástæðu þess að sumir nágranna hennar séu svo mikið á móti því að hundurinn sé í húsinu, enda noti hann aldrei innganginn i kjallaranum og ekkert ónæði sé af honum. Sameiginlegur inngangur er í kjallara hússins sem hundurinn Bjartur notast aldrei við. Vísir/Dúi „Það hefur enginn talað um ofnæmi, enginn talað um ónæði og meira að segja fólk sem býr með mér í stigaganginum hefur spurt mig „er hann hjá þér núna, við verðum ekkert vör við hann?,“ segir Ástrós. Mæðgurnar segjast ekki geta hugsað sér að Bjartur fari af heimilinu og að það myndi bæta í alla sorgina og söknuðinn sem andlát Arndísar hefur haft í för með sér. „Ég gæti ekki ímyndað mér að lifa án hans,“ segir Judite Guðbjörg, dóttir Ástrósar. „Að koma heim og hafa ekki einhvern stökkvandi á móti manni.“ Þetta er algjör draumahundur. Hann getur ekki gert neinum mein og er besti vinur allra.
Dýr Akranes Hundar Tengdar fréttir Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Berjast fyrir að halda hundi sem hjálpaði systur í krabbameinsbaráttu Systir konu sem lést úr krabbameini sér fram á að missa hundinn sem var henni við hlið í dauðastríðinu. Málið er komið fyrir kærunefnd húsamála. 2. maí 2023 19:13
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17