Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2023 12:27 Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, segir að félagið leiti allra leiða annarra en að bera fólk út. Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira