Framkvæmdastjóri Ölmu segir útburð allra síðasta úrræði leigusala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2023 12:27 Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, segir að félagið leiti allra leiða annarra en að bera fólk út. Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir útburðarferli allra síðasta úrræðið sem leigusalar leiti til. Félagið geri allt sem í sínu valdi stendur til að koma til móts við leigutaka í greiðsluvanda. Af og frá sé að tveggja mánaða skuld verði til þess að fólk sé borið út. Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn. Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Tilefnið er viðtal Vísis við áttræðan mann sem borinn var út úr íbúð sinni í Hátúni síðastliðinn þriðjudag. Þar bjó hann ásamt hreyfihömluðum syni sínum en þeir eru nú á götunni að eigin sögn og vita ekki hvað tekur við. Sagði Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu í gær að fyrir ári síðan hafi hann veikst alvarlega á Spáni. Hann hafi því ekki greitt leigu í tvo mánuði en að öðru leyti staðið við allar sínar skuldbindingar. Mál sín hafi verið hjá Umboðsmanni skuldara og því hafi það komið honum og syni hans verulega á óvart að hafa verið beittir slíkri hörku af leigufélaginu. Þungt ferli Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu, tekur fram í svari við fyrirspurn Vísis, að hann tjái sig ekki um einstaka mál viðskiptavina. Útburðarferlið sé lögbundið ferli sem framkvæmt sé í samráði við sýslumann eftir staðfestingu dómsstóla. „Þetta ferli er þungt og erfitt fyrir alla aðila sem koma að málinu og því allra síðasta úrræði sem leigusalar leita til.“ Útburður í mjög fáum tilvikum Ingólfur segir að Alma geri allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma til móts við leigutaka okkar þegar þeir lendi í greiðsluvanda. „Það er þá í formi greiðslufrests eða samkomulags milli beggja aðila um niðurgreiðslu skuldar yfir langt tímabil. Hins vegar ef þau úrræði ganga ekki eftir hvort sem leigutakar sjá sér ekki fært eða kjósa að standa ekki við umsamið greiðslusamkomulag er útburðarferli síðasta úrræðið sem hægt er að grípa til, sem er í mjög fáum tilvikum.“ Tveggja mánaða skuld kalli ekki á útburð Ingólfur bætir því við að þegar útburðarbeiðni liggi fyrir sé oftar en ekki gefinn frekari frestur þar sem leigutökum gefist kostur á að sýna fram á greiðslugetu með innborgunum eða öðru slíku. „Það má einnig taka fram að þegar svona mál eru komin í útburðarferli þá er af og frá að upphæð skuldar nemi aðeins tveggja mánaða leigu. Svona ferli teygir sig yfir margra mánaða tímabil og kostnaður og ógreiddar skuldir eftir því.“ Réttur kröfuhafa mikill Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segist í samtali við Vísi ekki geta tjáð sig um einstaka mál, líkt og mál feðganna. Hún segir að réttur kröfuhafa sé almennt mikill í slíkum málum, þar sé um að ræða frjálsa samninga. „Stundum enda málin þannig að kröfuhafar samþykkja ekki tillögu sem umsjónarmaður viðkomandi leggur fram og þá þarf að fara í nauðungarsamninga. Hvert mál er einstakt og mismunandi í hvaða ferli málið er komið, þannig ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka mál.“ Umboðsmaður skuldara segir rétt kröfuhafa mikinn í slíkum málum. Vísir/Hanna
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira