Væri slæmt að enda með 35 þúsund íbúðir sem uppfylli ekki skilyrði um dagsbirtu Sigurður Orri Kristjánsson og Eiður Þór Árnason skrifa 7. maí 2023 15:46 Anna María Bogadóttir og Borghildur Sturludóttir arkitektar ræddu framtíð húsnæðisuppbyggingar á Íslandi í Sprengisandi. Vísir Arkitektar fagna því að yfirvöld stefni á uppbyggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Ekki megi þó gefa afslátt af gæðum húsnæðis. Nauðsynlegt sé að því verði stýrt hvernig uppbygging fari fram og verktakar eigi ekki að sjá um það einir. Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni. Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Arkitektarnir Borghildur Sturludóttir og Anna María Bogadóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu húsnæðismarkaðinn og uppbyggingu húsnæðis á Íslandi og voru sammála um að það sé hættulegt að gefa afslátt á gæðum húsnæðis. Það sé ekki gott að einblína eingöngu á magn og hraða, mikilvægt sé að hafa í huga að um er að ræða heimili fólks. Því þurfi einnig að taka gæði inn í myndina. „Það að við getum verið að byggja til langs tíma eitthvað sem við ætlum að vera stolt af og geta lifað í og liðið vel í og taka umhverfið inn í umræðuna. Það eru raunverulega algjörlega nýir tímar og aðferðirnar sem við höfum verið að byggja eftir og efnin sem við höfum verið að byggja með og bara hugmyndafræðin, það þarf raunverulega að skipta henni algjörlega út. Í þriðja lagi erum við aða tala um samfélagið. Hvernig ætlum við að búa til hverfi sem gott er að búa í saman,“ sagði Anna María. Þurfi að uppfylla grunnþarfir íbúa Borghildur tók undir með Önnu Maríu og vill sjá meiri heildarsýn þegar kemur að uppbyggingu íbúðahúsnæðis á Íslandi. „Þetta er mjög einvítt og mjög takmarkað hvernig við höfum verið að ræða um húsnæðismál, um magn og um tíma þannig að gæðaþátturinn hefur ekki verið nógu sterkur sem hluti af umræðunni.“ „Ef við erum að fara að gera íbúðir, tala nú ekki um 35 þúsund íbúðir, sem uppfylla ekki grunnskilyrði um dagsbirtu og annað þá er þetta bara ekkert gott verkefni. Við verðum að vera viss um að íbúðirnar sem við ætlum að byggja standist bæði grunnþörf fyrir fólk að líða vel í, þetta snýst líka um bara um hvernig okkur líður, og að þetta gangi upp auðvitað efnahagslega. En gæðin eru svo sannarlega komin á dagskrá og ég er viss um að allavega fagsamfélag arkitekta eigi eftir að taka þátt í því af fullum þunga,“ sagði Borghildur Sturludóttir arkitekt. Hlusta má á viðtalið við þær í Sprengisandi á Bylgjunni í heild sinni ofar í fréttinni.
Húsnæðismál Sprengisandur Fasteignamarkaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira