Stúkan ræddi stöðuna á KR: Rúnar á skilið meiri stuðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 10:31 Rúnar Kristinsson á varmannabekknum hjá KR í skellinum á móti Val. Vísir/Diego Stúkan fór yfir sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta og í Uppbótatímanum var full ástæða til að ræða stöðuna á karlaliði KR. KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023 Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00
Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17
Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti