Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 10:10 Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi en í fyrra. Getty/Jose Luis Pelaez Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár. Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“ Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Fjöldi lifandi barna sem fæddust á Íslandi árið 2022 var 4,391 samkvæmt tölum sem Hagstofan birtir í dag. Um er að ræða töluverða fækkun frá árinu áður en þá fæddust 4.879 börn. „Er þetta mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað á milli ára frá 1838,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Í tölunum kemur fram að frjósemi á Íslandi nái ekki upp í þá tölu sem yfirleitt er miðað við að þurfi til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. „Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2022 var frjósemi íslenskra kvenna 1,59 og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853.“ Síðast náði frjósemi hér á landi umræddu viðmiði árið 2010. Síðan þá hefur frjósemi hér þó farið lækkandi með nánast hverju árinu sem líður. Meðalaldur mæðra hækkar áfram Einnig kemur fram í tölum Hagstofu að fæðingartíðni mæðra undir tvítugu hafi í fyrra verið þrjú börn á hverjar þúsund konur. „Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst en þá fæddust 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu,“ segir í tilkynningunni. Fyrir utan síðustu tvö ár þurfi að fara aftur til ársins 1870 til að finna annað ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar þúsund konur. Aldursbundin fæðingartíðni hafði alltaf verið hæst í aldurshópunum 20-24 ára og 25-29 ára frá árinu 1932. Breyting varð á því árið 2019 en þá var fæðingartíðnin hæst innan aldurshópsins 30-34 ára. Það sama var uppi á teningnum í fyrra. Þá fæddust 105,1 á hverjar þúsund konur á aldursbilinu 30-34 ára en 99 á aldursbilinu 25-29 ára. Það er í fyrsta skipti sem fæðingartíðni fer undir hundrað á því aldursbili. „Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,9 ár í fyrra.“
Frjósemi Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mannfjöldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira