Auglýsing sem breytti öllu til hins betra fyrir mæðginin Máni Snær Þorláksson skrifar 9. maí 2023 16:43 Harpa Maren Jónsdóttir segir hjálpina frá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar hafa hjálpað sér mikið. Skjáskot Einstæð móðir sem var ómenntuð þegar hún eignaðist son sinn segir Mæðrastyrksnefnd hafa hjálpað sér gríðarlega. Hún sótti um að fá hjálp frá Menntunarsjóði nefndarinnar og segir það hafa breytt heilmiklu í lífi þeirra mæðgina. Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“ Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Harpa Maren Jónsdóttir eignaðist son sinn þegar hún var 21 árs gömul. Þá var hún búin með grunnskólapróf en ekki stúdentspróf. Hún segir það hafa haft vissar takmarkanir fyrir sig að vera einstæð móðir á vinnumarkaði í þessum aðstæðum. Það var þá sem hún komst í kynni við Menntunarsjóðinn „Ég rekst á auglýsingu frá Menntunarsjóðnum sem að kynnir stelpu í mjög svipaðri stöðu og ég. Ég ákvað bara eiginlega að láta það flakka og prófa til þess að reyna að eiga einhvern séns á að bæta framtíðarmöguleika okkar og skapa betri framtíð fyrir strákinn minn,“ segir Harpa í myndbandi Mæðrastyrksnefndar. Klippa: Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi Nefndin hafi orðið eins og önnur fjölskylda Harpa segir að áður en hún sótti um að fá styrkinn hafði hún aldrei heyrt um sjóðinn né Mæðrastyrksnefnd. „Ég vissi náttúrulega að það væru til ýmisleg hjálparstörf en ekkert sem einblíndi á þetta. Ég þekkti engan sem hafði fengið styrk og ég þekkti engan sem starfaði í þessu starfi,“ segir hún. „Þannig að þetta var alveg nýtt fyrir mér og rosalega stórt skref fyrir mig að þurfa að fara þangað. Mér var tekið rosalega vel. Þær urðu bara eins og liggur við önnur fjölskyldan mín strax. Hjálpin sem þær veittu var ótrúlega dýrmæt og þetta náði miklu lengra heldur en bara menntunin sjálf.“ Þá segir Harpa að hún hafi fengið mikið aðhald frá Mæðrastyrksnefnd á meðan á náminu stóð. „Þetta var svo mikill stuðningur, rosalega mikill kærleikur og það er eitthvað sem ég man meira eftir bara með hverju ári sem líður heldur en kannski endilega fjárhagslegi stuðningurinn.“ Erfitt að vera tekjulaus og í fullu námi Harpa fékk bókastyrk og styrk fyrir námsgjöldunum. Hún segir þó að aðstoðin hafi ekki einskorðast við það „Þær hjálpuðu mér til dæmis með jólagjafir fyrir strákinn þegar ég átti erfitt, aðstoð með frístundastarf ef ég hafði ekki efni á því,“ segir hún. „Ég meira að segja fór til þeirra og fékk mataraðstoð þegar ég var upp á mitt versta. Þetta er náttúrulega erfitt, að vera tekjulaus og í fullu námi, með námsgjöld og námslán. Þannig að það var bara í rauninni mjög fátt sem að þær studdu mig ekki með.“ „Það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur“ Í dag starfar Harpa sem flokkstjóri heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg. „Þannig að skrefið sem ég stökk upp úr frá því að vera grunnstarfsmaður eða tekjulaus er búið að breyta heilmiklu í bæði mínu lífi og lífi stráksins míns.“ Að lokum hvetur hún aðrar mæður sem eru í sömu stöðu og hún var í á sínum tíma til að fá aðstoð frá sjóðnum. „Ég hvet í rauninni allar mæður sem hafa einhvern draum um eitthvað nám, alveg sama hvort það sé verknám eða háskólanám, að slá til af það verður tekið ótrúlega vel á móti ykkur. Það verður haldið utan um ykkur, það verður hlúið að ykkur og þið munuð fá dýrmætan stuðning út þá ákvörðun sem þið takið.“
Hjálparstarf Reykjavík Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning