Um er að ræða 115 fermetra eign með þremur svefnherbergjum í snyrtilegu fjölbýlishúsi.
Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á svalir með fallegu útsýni til vesturs.
Eldhúsið er með notalegan borðkrók og u-laga eikarinnréttingu með góðu skápaplássi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með baðkari og sturtuaðstöðu. Auk þess er þvottahús með geymslu.
Siggi og fjölskylda hafa búið sér afar snoturt heimili þar sem gráir litatónar og viður mætist á smekklegan og hlýlegan hátt.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.





