Hartnær áttatíu prósent leigjenda ná ekki endum saman Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2023 11:20 Það er lágskýjað, reyndar þoka ef litið er til stöðu leigjenda. Niðurstöður nýrrar könnunar meðal þeirra sýnir kolsvarta stöðu. vísir/vilhelm Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi. Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00