„Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. maí 2023 20:01 Í greininni er rætt er við þrjár pólskar konur, Aniu, Olgu og Katherine, sem allar hafa verið búsettar á Íslandi í fjölda ára og hafa ólíka reynslu af stefnumótamarkaðnum hér á landi. Vísir/Vilhelm „Fyrst upp í rúm, svo er farið á stefnumót. Á Íslandi er fólk ekki að fela það hverjum það sefur hjá eða hversu marga bólfélaga það á. Í mörgum löndum er venjan að karlmaður bjóði konu á stefnumót og reyni að ganga í augun á henni. En á Íslandi skiptir kyn eiginlega ekki máli þegar kemur að viðreynslu, það veltur á því hvor einstaklingurinn hefur áhuga á hinum. Þegar kemur að fyrsta stefnumóti er oftast um tvo kosti að velja: keyra um í hringi eða stunda kynlíf.“ Þannig hefst grein á pólska fréttavefnum Onet, þar sem höfundur ber saman stefnumótamenningu Íslendinga og Pólverja og muninn á viðhorfi þessara tveggja þjóða þegar kemur að kynfrelsi. Rætt er við þrjár pólskar konur, Aniu, Olgu og Katherine, sem allar hafa verið búsettar á Íslandi í fjölda ára og hafa ólíka reynslu af stefnumótamarkaðnum hér á landi. Ekki venjan að hittast yfir kaffi eða kvöldverði Að sögn Aniu er kynlíf ekki tabú á Íslandi og segir hún fólk sjaldan kippa sér upp við það þótt einhver eigi marga bólfélaga. „Mín reynsla er sú að á Íslandi eru margir sem eru einungis á höttunum eftir stuttum ástarævintýrum. Þetta kemur greinilega í ljós á sumrin. Það er eins og enginn vilji „eyða“ sumarfríinu í það að vera í sambandi með einhverjum. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að þú þurfir að sofa hjá einhverjum í nokkra mánuði áður en hinn aðilinn ákveður hvort hann eða hún vilji byrja í sambandi. Margir vilja stofna til náinna kynna, en á sama tíma vilja þeir ekki tala um það eða opinbera það,“ segir Ania. Á meðan segist Olga hafa slæma reynslu af stefnumótamenningunni á Íslandi. „Það líða yfirleitt nokkrir mánuðir þar sem aðilarnir eru að hittast, þar til þér er boðið á „alvöru“ stefnumót. Og það er ekki venjan að hittast yfir kaffi eða kvöldverði. Venjulega er það þannig að einhver býður þér á „rúntinn“, sem felur í sér tilgangslausa ökuferð um borgina, sem endar síðan á barnum, eða þá í svefnherberginu." Þriðja konan sem rætt er við, Katherine, hefur verið búsett lengi á Íslandi og kynntist íslenskum eiginmanni sínum hér á landi. „Þetta er allt öðruvísi hérna heldur en í Póllandi, enda er menningin öðruvísi. En það er á sama tíma heillandi og áhugavert,“ segir hún og bætir við að eiginmaður hennar hafi ávallt borið virðingu fyrir hennar uppruna og héldu þau brúðkaup bæði á Íslandi og í Póllandi. Fram kemur fram í greininni að margir Íslendingar séu skráðir á stefnumótaforrit á borð við Tinder og Badoo, og þá njóti stefnumótavefurinn Einkamál vinsælda hér á landi.Vísir/Vilhelm Mismunandi menning Einnig er minnst á Facebook hópinn „Kúrufélagagrúbban“. „Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst þetta ekki eingöngu um kúr, til viðbótar við að finna „félaga“, þá er einnig hægt að taka þátt í umræðum um kynlíf,“ segir í greininni. Tekið er fram að hópurinn telji hátt í tíu þúsund meðlimi, 2,7 prósent íslensku þjóðarinnar. „Það má líkja þessu við opinn hóp fólks í leit að kynlífi, og ef þetta væri í Póllandi þá væru meðlimir yfir milljón talsins.“ Í lok greinarinnar fer höfundur fögrum orðum um hversu opnir og frjálslyndir Íslendingar eru þegar kemur að kynlífi og samböndum. „Sambönd einstaklinga geta verið flókin og erfið. En rétt eins og fólk er mismunandi þá eru þjóðir mismunandi. Þó svo að sambönd fólks séu mun afslappaðri á Íslandi heldur en í Póllandi þá þýðir það ekki að þau séu verri. Burtséð frá kyni eða kynhneigð þá geta einstaklingar talað opinskátt um langanir sínar og enginn dæmir þig fyrir það hverjum þú sefur hjá.“ Ástin og lífið Næturlíf Kynlíf Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Þannig hefst grein á pólska fréttavefnum Onet, þar sem höfundur ber saman stefnumótamenningu Íslendinga og Pólverja og muninn á viðhorfi þessara tveggja þjóða þegar kemur að kynfrelsi. Rætt er við þrjár pólskar konur, Aniu, Olgu og Katherine, sem allar hafa verið búsettar á Íslandi í fjölda ára og hafa ólíka reynslu af stefnumótamarkaðnum hér á landi. Ekki venjan að hittast yfir kaffi eða kvöldverði Að sögn Aniu er kynlíf ekki tabú á Íslandi og segir hún fólk sjaldan kippa sér upp við það þótt einhver eigi marga bólfélaga. „Mín reynsla er sú að á Íslandi eru margir sem eru einungis á höttunum eftir stuttum ástarævintýrum. Þetta kemur greinilega í ljós á sumrin. Það er eins og enginn vilji „eyða“ sumarfríinu í það að vera í sambandi með einhverjum. Ég fæ það stundum á tilfinninguna að þú þurfir að sofa hjá einhverjum í nokkra mánuði áður en hinn aðilinn ákveður hvort hann eða hún vilji byrja í sambandi. Margir vilja stofna til náinna kynna, en á sama tíma vilja þeir ekki tala um það eða opinbera það,“ segir Ania. Á meðan segist Olga hafa slæma reynslu af stefnumótamenningunni á Íslandi. „Það líða yfirleitt nokkrir mánuðir þar sem aðilarnir eru að hittast, þar til þér er boðið á „alvöru“ stefnumót. Og það er ekki venjan að hittast yfir kaffi eða kvöldverði. Venjulega er það þannig að einhver býður þér á „rúntinn“, sem felur í sér tilgangslausa ökuferð um borgina, sem endar síðan á barnum, eða þá í svefnherberginu." Þriðja konan sem rætt er við, Katherine, hefur verið búsett lengi á Íslandi og kynntist íslenskum eiginmanni sínum hér á landi. „Þetta er allt öðruvísi hérna heldur en í Póllandi, enda er menningin öðruvísi. En það er á sama tíma heillandi og áhugavert,“ segir hún og bætir við að eiginmaður hennar hafi ávallt borið virðingu fyrir hennar uppruna og héldu þau brúðkaup bæði á Íslandi og í Póllandi. Fram kemur fram í greininni að margir Íslendingar séu skráðir á stefnumótaforrit á borð við Tinder og Badoo, og þá njóti stefnumótavefurinn Einkamál vinsælda hér á landi.Vísir/Vilhelm Mismunandi menning Einnig er minnst á Facebook hópinn „Kúrufélagagrúbban“. „Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst þetta ekki eingöngu um kúr, til viðbótar við að finna „félaga“, þá er einnig hægt að taka þátt í umræðum um kynlíf,“ segir í greininni. Tekið er fram að hópurinn telji hátt í tíu þúsund meðlimi, 2,7 prósent íslensku þjóðarinnar. „Það má líkja þessu við opinn hóp fólks í leit að kynlífi, og ef þetta væri í Póllandi þá væru meðlimir yfir milljón talsins.“ Í lok greinarinnar fer höfundur fögrum orðum um hversu opnir og frjálslyndir Íslendingar eru þegar kemur að kynlífi og samböndum. „Sambönd einstaklinga geta verið flókin og erfið. En rétt eins og fólk er mismunandi þá eru þjóðir mismunandi. Þó svo að sambönd fólks séu mun afslappaðri á Íslandi heldur en í Póllandi þá þýðir það ekki að þau séu verri. Burtséð frá kyni eða kynhneigð þá geta einstaklingar talað opinskátt um langanir sínar og enginn dæmir þig fyrir það hverjum þú sefur hjá.“
Ástin og lífið Næturlíf Kynlíf Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Fyrsta blikið: Vildi víkingalegan öryggisvörð og fékk ósk sína uppfyllta Makamál Þriðjungur á erfitt með að tala um kynlíf við maka sinn Makamál Helmingur fær of lítið af hrósum frá makanum Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Annar hver segist hafa reynslu af viðhaldi í ástarsambandi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira