Hvarflaði ekki að Simma Vill að áfengi væri í blóðinu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. maí 2023 13:01 Sigmar Vilhjálmsson var stoppaður í reglubundnu tékki lögreglunnar þegar hann mældist með áfengi í blóðinu. Simmi Vill Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður, betur þekktur sem Simmi Vill, missti bílprófið á dögunum og mun því ferðast um á reiðhjóli þar til í lok ágúst. Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Simmi segir söguna hvernig kvöldið var þegar hann missti prófið í nýjasta þætti 70 mínútna. „Þetta er þannig, ég ætla ekki að segja að ég hafi talið þá, en þetta voru þrír til fimm bjórar á þriðjudagskvöldi heima hjá mér, og ég er að elda og fæ mér bjór yfir matnum, elda, borða og horfi á leikinn. Við erum að tala um lítinn dósabjór, ekkert mál, þannig var kvöldið . Ég er að fara að sofa rétt fyrir tólf,“ segir Simmi og heldur áfram: „Ég er ekki að réttlæta þetta, en ég er að segja að hugmyndirnar sem maður er með um það hvað maður er búinn að innbyrða mikið áfengi eru kannski svolítið skakkar. Ég vona að þeir sem eru að hlusta taki ekki ákvörðun um að keyra og ég er ekki að réttlæta þetta í eina mínútu, ég stórskammast mín,“ segir Simmi sem missti prófið í sex vikur. Að sögn Simma hafi hann fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið hafi farið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi, sem er í hans eigu. Simmi sem er búsettur í Mosfellsbæ og „græjaði þetta“ eftir að tveir aðrir svöruðu ekki. „Það einfaldlega hvarflaði ekki að mér að það væri áfengi í blóðinu á mér, ástandið var ekki þannig á mér,“ segir Simmi sem var stoppaður í reglubundinni athugunun lögreglunnar í Ártúnsbrekku og látinn blása þegar hann var á leiðinni aftur heim. Simmi segist hafa tekið fjölskyldufund í kjölfarið og rætt við drengina sína þrjá, sem eru á aldrinum þrettán til tuttugu ára. „Ég átta mig á því að ég var fjölmiðlamaður, ég er með Instagram, er með þetta podcast og maður er að troða sér frammi, þá þýðir að stundum er um þig fjallað. Þú er að gera eitthvað sem þú vilt að fólk tali um eða viti af en á móti koma líka fréttir sem þú vilt ekki endilega að komi,“ segir Simmi sem virðist ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um málið.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25 Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Viðurkennir að hafa misst prófið Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. 6. maí 2023 12:25
Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun. 4. maí 2023 14:50